fbpx

Langlífi vörumerkja

Vörumerki lifa misvel og lengi en rannsóknir sýna að þau sem lifa lengur búa yfir aðlögunarhæfni og næmni fyrir umhverfi sínu og markaði. Þau eru sífellt að endurnýja sig og ímyndina og það hefur áhrif á að fólki líki vel við þau, kaupi af þeim vöru og þjónustu og auki virði þeirra.

Nintendo er dæmi um langlíft vörumerki sem hefur tekið breytingum í tímanna rás. Það hóf starfsemi 1889 með framleiðslu á japönskum spilum og síðan vestrænum fyrir erlendan markað árið 1902. Það óx og dafnaði og sprengdi spilamarkaðinn fyrir börn þegar það hóf samstarf við Walt Dinsney 1959 og síðar framleiðslu leikja tengdum spilunum. Nintendo innleiddi tækni í leikjaframleiðslu á sjöunda áratugnum og hóf sarfsemi í NYC árið 1979. Restina þekkjum við – Game Boy, Super Mario Bros, Pokemon o.fl.Það eru þó nokkuð margir þættir sem hafa ber í huga þegar meta skal hvernig vörumerkið stendur, sýnileiki, samræmi og fleira. Við þurfum að rýna reglulega í vörumerkið og mæla hvernig okkur gengur.

Markmið mælinga er að hjálpa okkur að taka ákvaðanir. En við hvað á að miða? Hjá mörgum eru það samkeppnisaðilarnir, innlendur og erlendur markaður eftir því sem við á. Hjá nýsköpunarfyritækjum getur þetta verið enn flóknara. Við búum við fákeppni í ýmsum greinum á Íslandi og þá er nauðsynlegt að horfa útfyrir sviðið, en brandr Vísitalan veitir samanburð við landið annars vegar og hins vegar við öll vörumerki í gagnagrunninum sem nær út fyrir landsteinana.

Í grunninn eru þetta alltaf sömu áskoranirnar. Hver eru markmið okkar, eru þau skýr, eiga þau enn við eða þarf að breyta þeim?

Á tímum COVID hefur þörfin fyrir aðlögunarhæfni aldrei verið meiri. Fyrr á þessu ári var t.d. gerð könnun af bandarísku fyrirtæki á meðal 300 leiðtoga sem töldu að neytendur taki enn eftir ákveðnum vörumerkjum þrátt fyrir aukna samkeppni og áreiti á markaði, sérstaklega þeim sem eru tilbúin að taka breytingum. Það leiðir okkur aftur að umræðunni um viðskiptavinamiðuð fyrirtæki, en samkvæmt okkar rannsóknum og greiningum á brandr Vísitölunni, eru það þjónustuþættir sem hafa mest áhrif á það hvernig viðskiptavinir meta vörumerki. Það er í takt við sömu erlendu könnun þar sem meirihluti leiðtoganna sagði að skilningur á þörfum neytanda og samskipti við þá væru mikilvægir þættir fyrir vörumerkið til að viðhalda sér.

Lokaorðin að þessu sinni eru Margrétar Kristmundsdóttur, forstjóra fjölskyldufyrirtækisins PFAFF sem varð 90 ára á síðasta ári. “Fyrirtækið sem pabbi rak var mjög ólíkt því sem afi rak og fyrirtækið sem ég er að reka í dag er gjörbreytt frá því sem ég tók við fyrir 25 árum. Það er líka það sem verður banabiti margra fyrirtækja að þau bara staðna og passa ekki upp á að breytast með tímanum“

brandr vísitalan

Nánari upplýsingar

brandr vitund

brandr vörumerkjarýni