fbpx

Sjálfbærni og áhrif á meðmæli íslenskra neytenda (NPS)

brandr vísitalan mælir vörumerki og þær tengingar sem skipta mestu máli í huga hins almenna neytenda. Gagnagrunnur vísitölunnar hefur farið ört vaxandi og þessi hafsjór af upplýsingum veitt okkur tækifæri að skilja hvernig íslenskir neytendur skynja vörumerki. Ein af fjórum víddum vísitölunnar er sjálfbærni & umhverfi sem mælir þætti sem snúa að sjálfbærni, umhverfismálum og samfélagslegri ábyrgð í nærumhverfi.

Það vekur helst athygli í niðurstöðum þessara greininga að sjálfbærni & umhverfis víddin hefur lítil sem engin áhrif á það hvort viðskiptavinir séu tilbúnir til þess að mæla með íslenskum vörumerkjum. Þessar niðurstöður eru áhugaverðar í ljósi umræðu um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð vörumerkja sem hefur átt sér stað í samfélaginu síðustu ár.

Þess ber að geta að almennt eiga viðskiptavinir erfitt með að svara spurningum sem varða sjálfbærni og umhverfi vegna skorts á upplýsingum frá fyrirtækjum. Því er stór hluti viðskiptavina sem tekur ekki afstöðu gangvart þáttum sem mæla þessar tengingar. Aðspurðir telja hins vegar viðskiptavinir íslenskra vörumerkja að umhverfisstefna vörumerkja sé þeim mikilvæg. Það vekur því upp spurninguna hvort að vörumerki séu almennt ekki að standast kröfur neytenda þegar kemur að sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð eða hvort þau séu einfaldlega ekki að miðla því nógu vel til viðskiptavina sinna.

Það eru vissulega til vörumerki á Íslandi sem standa sig mjög vel þegar kemur að þessum málaflokkum og verja tíma og fjármunum í að uppfylla ýmis skilyrði, hvort sem að það eru markmið sameinuðu þjóðanna eða ESG viðmið Nasdaq. Í þessu felast tækifæri fyrir vörumerki sem telja sig sannarlega vera sjálfbær og samfélagslega ábyrg. Tækifærin felast í því að innleiða þessa þætti í staðfærslu vörumerkja sem samsvarar raunverulegum aðgerðum fyrirtækja og miðla því til neytenda á einfaldan og skilvirkan hátt.

brandr vísitalan

Nánari upplýsingar

brandr vitund

brandr vörumerkjarýni