fbpx

Bestu íslensku vörumerkin 2020 segja frá

Það er óhætt að segja að Bestu íslensku vörumerkin 2020 hafi hitt í mark. Viðurkenningarferlið tókst afar vel þar sem 30 vörumerki voru tilnefnd. Við afhendinguna höfðu forsvarsmenn verðlaunahafanna Alfreðs, Meniga, Omnon og 66°Norður þetta að segja um þýðingu viðurkenningarinnar fyrir vörumerkin,  uppbyggingu vörumerkja auk þess að gefa kollegunum ráð inní framtíðina.

ÞÝÐING VIÐURKENNINGARINNAR BESTA ÍSLENSKA VÖRUMERKIÐ

Verðlaunin eru góður vittnisburður um að við séum á réttri leið og hvattning til að halda áfram og gera enn betur, segir Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Alfreðs. Alfreð er í raun einstakt vörumerki, það er ekki byggt upp á einhverri erlendri fyrirmynd og því höfum við ekkert viðmið þannig lagað.

Halldór Friðrik Þorsteinsson, Framkvæmdastjóri
Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Meniga á Íslandi.

Lykillinn að góðu vörumerki eru góðar vörur. Meniga hefur lagt gríðarlegan metnað í að byggja upp þjónustu við fyrirtæki 
með framúrskarandi markaðsgreiningum og vildarkerfi. 
Verðlaunin eru viðurkenning á því frábæra starfi sem vöruhönnunar-, sölu-, þróunar- og markaðsteymi okkar hafa unnið á undanförnum árum í þágu íslenskra fyrirtækja og neytenda, segir Viggó Ásgeirsson 
framkvæmdastjóri Meniga á Íslandi.

Bestu íslensku vörumerkin er frábær viðurkenning fyrir okkur og þá hugsjón sem við höfðum fyrir brandinu frá fyrsta degi. Við vildum skapa ánægjulega og öðruvísi upplifun fyrir neytendan. Eitt af því erfiðasta til að byrja með varðandi svona metnaðarfulla hugmynd, var að gefa ekki eftir á þeim kröfum sem við höfðum sett okkur í upphafi og velja ódýrari leið og hráefni. Við erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð hingað til og að fá svona viðurkenningu frá jafningjum gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir komandi ár, sérstaklega eftir erfið síðustu ár, segir Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Omnom.

Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Omnom.
Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður

Viðurkenning sem þessi er okkur öllum sem störfum hjá 66°Norður mikil hvatning, segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður. Að byggja upp sterkt vörumerki er langtíma verkefni sem allir starfsmenn fyrirtækisins þurfa að fylkja sér á bak við. Uppbygging og fjárfesting í vörumerki skilar sér oft ekki fyrr en eftir langan tíma og er því mikil þolmæðisvinna sem krefst úthalds og þrautseigju. Verðlaun sem þessi styrkja okkur í trúnni að sú vinna sem við erum að leggja á okkur skilar sér í lok dagsins í öflugra vörumerki, meiri eftirspurn og sterkari og nánari tengslum við viðskiptavini okkar.

FJÁRFESTING Í VÖRUMERKI ER LANGTÍMA UPPBYGGING

66°Norður – Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri:
Í lok dags snýst þetta um vörumerkið og það eru margir verkliðir við að byggja upp vörumerki sem eru ósýnilegir viðskiptavinum. Við förum ekki áfram án þess að vörumerkið sé heilsteypt, vel hugsað. Allt sem við gerum hvort sem það eru flíkurnar sem við hönnum, vefurinn okkar eða auglýsingamyndirnar, þá þarf allt að tala saman. Vörumerkið þarf að vera heilsteypt og með gildin í lagi. „ Það er ekki nóg að klæða sig í fín föt og mæta síðan í partý og haga sér eins og vitleysingur“ segir Helgi.

Það þarf að fjárfesta í vörumerki og við leituðum eftir fjárfesti sem skildi að slík fjárfesting er langhlaup. Sá skilningur er mikilvægur því þetta eru oft óáþreifanlegir þættir og eins og ég sagði og oft ósýnilegir viðskiptavinum. Ég þakka þetta þrautseigju og mikilli vinnu síðustu árin og áratugina. Samstilltur hópur sem er ávallt að huga að vörumerkinu hefur unnið að þessu. Starfsmenn okkar eru allir talsmenn vörumerkisins og þeir eiga þakkir skilið.

Okkar skilaboð til kolleganna er að þetta snýst um að byggja upp samband milli vörumerkisins og viðskiptavina. Sterkt samband er eitthvað sem þú riftir ekki svo auðveldlega, í því felst traust og langtíma skuldbinding sem erfitt er fyrir samkeppnisaðila að sundra.

Omnon – Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri:
Það er mikilvægt að vera þolinmóð segir Óskar aðspurður um hvað þurfi til við að byggja sterkt vörumerki. Við höfum alltaf hugsað þannig að við séum að byggja upp vörumerki og sú hugsun hefur forgang í öllum okkar rekstri.

Til þess að koma því á markað þurftum við að vera öðruvísi. Við lögðu áherslu á grunngildin, vörumerkið og að skapa upplifun frá byrjun, þó svo að við höfðum ekki hugmynd um hvernig það ætti að gera það. Sex árum eftir að við hófum rekstur fórum við að sjá ávöxt erfiðisins og þá voru neytendur farnir að treysta vörumerkinu. Í dag þegar við gefum út nýjar vörur seljast þær upp.

Okkar leið hefur alltaf verið sú að verja tíma og fjármagni í vörumerkið og uppbyggingu á því. Við notum ekki herferða aðferðina. Okkar skilaboð til kolleganna eru að það sé verðmætara að eiga gott vörumerki en tól og tæki.

Alfreð – Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri:
Það er ekki síður mikilvægt fyrir vörmerki á fyrirtækjamarkaði að leggja áherslu á markaðsmál en þau sem eru á einstaklingsmarkaði. Það þarf að leggja áherslu á að koma réttum skilaboðum til viðskiptavina áleiðis og byggja upp sambandið. Viðskiptavinir eru ólíkir, þetta eru ólík fyrirtæki að stærð og gerð og það þarf m.a að vinna útfrá því.

Vinnan sem við lögðum í uppbyggingu vörumerkisins við stofnun þessi árið 2013 skilaði sér strax og vörumerkið varð arðbært frá fyrsta ári og það er frekar einstakt.

Skilaboð mín til markaðarins eru: vörumerki er heildin, vörumerkið er allt fyrirtækið. Ef þú vanrækir það ertu farin að grafa undan þér.

Meniga – Viggó Áseirsson, framkvæmdastjóri viðskipta:
Við höfum byggt upp flott teymi og erum að horfa á alþjóðlega markaði en við viljum leyfa Íslandi að njóta góðs af því sem erum að gera. Vörur okkar eru byggðar á trausti og við erum að veita almenningi aðgang að ókeypis tólum. Vörumerki þurfa stöðugt  að vera sanna sig og sýna að þau séu traustsins verð. Þannig ávinna þau sér traust. Með það að leiðarljósi höfum við lagt og þurft að leggja farveg fyrir vörur sem við erum að koma með inn á markaðinn á hverjum tíma.

Mín skilaboð til þeirra sem eru í forsvari fyrir vörumerki eru að ef þú vanrækir uppbyggingarstarf vörumerkisins er það eins og að vanrækja ungmennastarf í íþróttum. Við ættum ekki landslið í íþróttum eða landslið í tónlist ef við hefðum ekki lagt áherslu á ungmennastarfið. Þú verður að byggja undir vörumerkið til að ná árangri til framtíðar.

Smelltu hér til að horfa á allan viðburðinn.

brandr vísitalan

Nánari upplýsingar

brandr vitund

brandr vörumerkjarýni