fbpx

Er vörumerkið þitt tilbúið fyrir framtíðina? 

Það er ekkert gefið í þessum heimi og þess vegna borgar sig ekki að líta á stöðu sína á markaði sem sjálfsagða þ.e. ef þér er annt um að halda henni til framtíðar. Samkeppni fer vaxandi í flestum atvinnugeirum, tækni fleygir fram og neytendur gera sífellt meiri kröfur. Góð aðgreining á markaði og hvernig henni er miðlað til hagaðila eru lykilatriði í uppbyggingu sterkra vörumerkja en það þarf að hafa fleira í huga ef vörumerkið á að halda stöðu sinni til framtíðar. Vörumerki er ekki tilbúið fyrir framtíðina nema það hafi skýra framtíðarsýn, hafi sannað tilgang sinn í framtíðinni og síðast en ekki síst þarf vörumerkið að vera virkt!   

Skýr framtíðarsýn  

  • Skilgreindu tilgang þinn, sjáðu hvar þú vilt vera eftir 5–10 ár og vertu með skýra staðfærslu yfirlýsingu sem þú notar sem vegvísi til framtíðar og til að knýja framfarir (staðfærsla er sú staða sem fyrirtæki vill skapa í huga neytenda). 
  • Mikilvægt er að skilja og tengja við þörf markhópa vörumerkisins í dag sem og í framtíðinni. Til þess þarf stöðugt að vera á tánum gagnvart þörfum markaðarins í dag og hvernig hann kemur til með að líta út á morgun. 
  • Miðlaðu framtíðarsýn þinni skýrt til viðskiptavina og starfsfólks. 

Sannur tilgangur vörumerkis til framtíðar 

  • Staðfærsla vörumerkisins þarf að vera skýr og uppbygging þess efst á forgangslista fyrirtækisins. Spyrðu þig reglulega hvort þú sért á réttri leið og vertu með það á hreinu hvort markaðurinn sé að hlusta á þig? Hér skiptir máli að hafa skýra framtíðarsýn, vera forvirkur og byggja upp langtímasambönd við hagaðila.  
  • Markhópar verða að vera vel skilgreindir sem og öll samskipti við þá og leggðu áherslu á að byggja upp langtímasambönd. Í því samhengi er mikilvægt að byggja upp traust og það kemur meðal annars með áherslu á gagnsæi og heiðarleika í öllum samskiptum. 

Virkt vörumerki  

  • Þekktu vörumerkið þitt vel, miðlaðu því til hagaðila og notaðu til að búa til sterkari tengsl. Þetta er einn lykilþáttur í því sem greinir sterk vörumerki frá öðrum. Sterk vörumerki byggja þessa vinnu á vel skilgreindri strategíu sem þau fylgja eftir í öllum samskiptum og áætlanagerð. Virkt vörumerki á meiri möguleika en önnur á því að verða að sterku vörumerki. Sterkt vörumerki aðgreinir sig vel á markaði, þekkir vel sína sjálfsmynd meðal starfsfólks sem og ímynd meðal viðskiptavina og skilur skörunina þar á milli. Öllum upplýsingum er svo komið skipulega og skýrt til vel skilgreindra markhópa.  
  • Mannauður fyrirtækisins verður að skilja og tengja við vörumerkið, en ein leið til þess er að gera vörumerkið að þátttakanda í daglegum rekstri. Vörumerki og mannauður búa í sameiningu til vinnustaðarmenningu, þau eru sitthvor hliðin á sama peningi. Hafa ber í huga að sterk menning knýr vörumerkið áfram.  

Markaðir eru sífellt að taka breytingum og því er mikilvægt fyrir öll vörumerki að hugsa strategískt og til framtíðar. Gott dæmi um markað sem stendur frammi fyrir miklum áskorunum í dag er orkugeirinn og var CHARGE orkuráðstefna brandr haldin í maí síðastliðnum í Houston Texas. Á Charge var meðal annars vitnað í rannsókn sem branding stofan Brandpie gerði árið 2023 á meðal 250 forstjóra í orkugeiranum með 5000 eða fleiri starfsmenn (The Brandpie Energy Report, Clarity through clomplexity). Þar kom fram að einungis 2% af þessum forstjórum sem rætt var við telja vörumerkið sitt tilbúið fyrir framtíðina.  

Með því að virkja atriðin hér fyrir ofan getur þú tryggt að þitt vörumerki verði tilbúið fyrir áskoranir og tækifæri framtíðarinnar. 

Teymi
sérfræðinga fyrir
vörumerkið þitt

Rýndu í stefnuna
með augum
viðskiptavina

Eru allir
að róa í
sömu átt?