fbpx

Vörumerki skipta máli

Í síðustu viku hélt brandr fyrsta leiðtogafund vetrarins þar sem fjallað var um mikilvægt samspil vörumerkis, mannauðs og menningar fyrirtækja. Þessi þrenning er órjúfanleg heild sem hefur áhrif á bæði innri og ytri starfsemi fyrirtækisins. Áhuginn á viðfangsefninu leyndi sér ekki þar sem fullt var á viðburðinn og komust færri að en vildu.

Það vilja allir vera stoltir af vinnustaðnum sínum og vinna hjá sterku vörumerki. En hvað er það sem einkennir sterk vörumerki? Rannsóknir sýna að sterk vörumerki hafa öll sterka staðfærslu á markaði vegna þess meðal annars að þau ná að aðgreina sig vel frá samkeppninni og tala skýrt til sinna markhópa. Þegar talað er um staðfærslu vörumerkis er verið að vísa í hugrenningartengsl sem eiga sér stað í huga markhópa þegar vörumerkið kemur upp . Þessi hugrenningartengsl gagnvart vörumerkinu eru bæði tilfinningaleg (huglæg) og rökræn (hlutlæg). Sterk vörumerki mynda bæði afgerandi rökræn og tilfinningaleg tengsl í huga fólks. Það er algengt að fyrirtæki á neytendamarkaði leggi meiri áherslu á tilfinningatengsl við viðskiptavini þar sem vörumerkið þarf að vera þekkt og veita tilfinningu fyrir t.d. lífstíl eða gildum sem skipta viðskiptavininn máli. Á hinn bóginn leggja fyrirtæki á fyrirtækjamarkaði oft meiri áherslu á rökræna þáttinn þar sem það gæti verið minni þörf á tilfinningalegum tengslum.

Þegar fjallað er um upplifun starfsfólks á vörumerkinu er talað um sjálfsmynd vörumerkisins en ímynd þegar fjallað er um upplifun viðskiptavina. Það er mikilvægt að það sé skörun á milli sjálfsmyndar og ímyndar þannig að starfsfólk og viðskiptavinir upplifi vörumerkið með sem líkustum hætti, en því er sjaldnast þannig varið sem kallar á greiningu á þeim mismuni og úrbótavinnu. Við hjá brandr mælum þessa þætti fyrir viðskiptavini okkar með brandr vísitölunni (ímynd) og brandr vísitölu vinnustaðar (sjálfsmynd).

Samspil vörumerkis og mannauðs á jafnt við hvort sem um er að ræða fyrirtæki sem starfa á neytendamarkaði eða fyrirtækjamarkaði þar sem sömu grundvallarreglur gilda almennt um öll fyrirtæki. Uppbygging vörumerkis skiptir  öllu máli  ef ná á langtíma árangri í rekstri.

Teymi
sérfræðinga fyrir
vörumerkið þitt

Rýndu í stefnuna
með augum
viðskiptavina

Eru allir
að róa í
sömu átt?