Vörumerki án landamæra

Hér er stutt samantekt frá Leiðtogafundi brandr “Vörumerki án landamæra”, sem haldinn var 29. Apríl. Markmiðið fundarins var að kafa ofan í það hvernig innri menning, samskipti og þátttaka starfsfólks hafa áhrif á vörumerki og ímynd þess. Á fundinn mættu stjórnendur þeirra fyrirtækja sem tilnefnd voru til Bestu íslensku vörumerkjanna í flokknum Besta íslenska vörumerki vinnustaðar.  

Samræðurnar endurspegluðu sameiginlegan skilning á mikilvægi þess að vörumerki sé ekki einungis markaðsmál, heldur hluti af menningu og daglegu lífi innan fyrirtækja. 

Það er nefnilega þannig með sterk vörumerki að það býr um sig í huga fólks, bæði starfsfólks og viðskiptavina. Þannig skapa sterk vörumerki sér ekki bara samkeppnisforskot á markaði, heldur laða þau frekar til sín hæfileikaríkt starfsfólk. 

Gildi, menning og upplifun eru þau lykilatriði sem starfsfólk tengir við, og ánægja þeirra skilar sér beint í betri upplifun viðskiptavina. Til að vörumerki nái að endurspegla raunverulegan anda fyrirtækisins þarf samvinnu á milli deilda.  

Skýr sýn og það að vörumerkið er alltaf samkvæmt sjálfu sér í öllum skilaboðum eykur trúverðugleika þess og leiðir til meiri árangurs.  

Það kom skýrt fram að eftirfarandi atriði skipti miklu máli við uppbyggingu vörumerkisins:  

  • Þekkja sjálfsmynd vörumerkisins, og vita fyrir hvað vörumerkið stendur. 
  • Það er gott að þekkja skörunina á milli sjálfsmyndar og ímyndar sér í lagi við stefnumótandi markaðssetningu. 
  • Hafa skýra stefnu til að kjarnar vörumerkið. 
  • Hér þarf líka úthald til að ná markmiðum og stanslaust að vera á tánum gagnvart umhverfinu sem kallar m.a. á mörg lítil samtöl.  
  • Góð og gagnsæ samskipti, þannig nær starfsfólk að standa saman sem ein heild. 
  • Hér má meðal annars hlúa að góðu ferlum, nota ákveðin samskiptakerfi svo fólk kynnist betur og setja upp hvatakerfi sem minnka óheilbrigða samkeppni. 
  • Árangursríkt að leggja áherslur á verkefni sem sameina fólk og byggja brýr. 
  • Segja sögur “Storytelling”. 

Einnig kom sterkt fram á fundinum hvernig múrar í innra skipulagi hindra samræmda upplifun starfsfólks á vörumerkinu ásamt því að draga úr samvinnu og árangri. Það er mikilvægt að allir stjórnendur þekki vel bæði ímynd og sjálfsmynd vörumerkisins svo unnt sé að vinna markvisst að uppbyggingu þess í þágu allra hagsmunaaðila.  

Þegar múrararnir eru rifnir niður skapast tækifæri. Þá verður vörumerkið ekki aðeins eitthvað sem fólk vill versla við heldur eitthvað sem það vill tilheyra.  

Hér var það staðfesti af hópi framúrskarandi stjórnenda að vörumerkið þarf að vera hluti af daglegu starfi, menningu og samskiptum fyrirtækisins. Þar sem vörumerkið flæðir frjálst jafnt inn á við sem og út á við. Hafa þarf ávallt í huga að það er sama vörumerkið sem talar til innri og ytri hagsmunaaðili. 

Munum að þátttaka, gleði og sameiginleg framtíðarsýn eru grunnstoðir fyrir sterkt, lifandi vörumerki. 

Teymi
sérfræðinga fyrir
vörumerkið þitt

Rýndu í stefnuna
með augum
viðskiptavina

Eru allir
að róa í
sömu átt?