fbpx

Vörumerki skipta máli

Það sem einkennir sterk vörumerki er að þau hafa sterka staðfærslu á markaði vegna þess meðal annars að þau ná að aðgreina sig vel frá samkeppninni og tala skýrt til sinna markhópa.

Er vörumerkið þitt tilbúið fyrir framtíðina? 

Það er ekkert gefið í þessum heimi og þess vegna borgar sig ekki að líta á stöðu sína á markaði sem sjálfsagða þ.e. ef þér er annt um að halda henni til framtíðar. Samkeppni fer vaxandi í flestum atvinnugeirum, tækni fleygir fram og neytendur gera sífellt meiri kröfur.