,,Það var mjög hvetjandi fyrir okkur hjá Meniga að fá viðurkenningu frá brandr sem vörumerki ársins á fyrirtækjamarkaði. Sérstaklega í ljósi þess hve faglega brandr nálgast verkefnið, hér er ekki um vinsældarkeppni að ræða heldur byggja niðurstöður á gögnum, innri vinnu fyrirtækja og einstaklega fjölmennri og vel skipaðri dómnefnd. Viðurkenningin hefur í framhaldinu nýst vel í markaðsetningu enda spennandi að vinna með vörumerki ársins!''