fbpx

Leiðtogafundur - 15. september 2020

Mælaborð forstjórans

Mikilvægi mælinga í markaðsstarfi
Fyrir okkur er vörumerkið hjartað og heilinn í starfsemi allra fyrirtækja. Við trúum því að árangur fyrirtækja ráðist af því hversu vel vörumerki þeirra ná að tala við neytendur og viðskiptavini og við byggjum þá trú okkar á faglegri þekkingu. Stjórnendur sem leggja vinnu í uppbyggingu vörumerkis ávaxta og auka virði þess. Sterk vörumerki ná meiri árangri á markaði og skila meiri arði til eigenda.

Hvað mælingar eru forstjórar að nota í sínu daglegu störfum sem mæla þessa þætti (árangur)?

Hvað skiptir mestu máli í huga neytenda?
Við þurfum að vita hvort okkur er að takast ætlunarverkið, fer okkur fram og náum við til neytenda?   Hver er styrkur vörumerkisins á markaði, hvernig er það að standa sig í samanburði við önnur vörumerki? Á þessum leiðtogafundi fáum við dæmi frá Hrund Rudolfsdóttur, Ólafi Siguðrssyni, Svanhildi Konráðsdóttur og Jóni Björnssyni um tengingar þeirra vörumerkja við neytendur.

Hvernig vitum við að við séum á „réttum stöðum“?
Okkur er umhugað að því markaðsfé sem við höfum til ráðstöfunar sé vel varið, annars vegir í almenna uppbyggingu og ímynd og hins vegar í markaðsherferðum. Markaðsumhverfið sem við búum við er síbreytilegt og miðlarnir margir. Hvernig fylgjumst við með því að þeim fjármunum sem við verjum í markaðsherferðir á veraldarvefnum og uppbyggingu vörumerkjarýnisins sé að skila þeim árangri sem við væntum. Hvert er mælaborð markaðsmála nútímans

Vörumerki er kjölfesta
Vörumerki eigna sér sess í huga neytenda – eftir því sem vörumerkið skipar sterkari sess (tengsl) eru minni líkur á að önnur vörumerki nái að uppfylla sömu huglægu þörf. Sterk vörumerki hitta fólk í hjartastað, viðskiptavinir mynda við þau sterk sambönd.

Öflug vörumerki skapa tryggð, búa til verðmæti og eru grundvöllur (kjarni) sterkra fyrirtækja.

Hér fyrir neðan má sjá og heyra upptöku af erindum framsögufólks á Leiðtogafundi brandr 15. september 2020.

Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs

Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu

Jón Björnsson, forstjóri Origo