Vörumerki í Metaverse

kr.7.990

Silfurberg, Harpa

18. október

8:30-10:00

Category:

Description

Að morgni þriðjudags 18. október munum við fá að heyra einstakt erindi frá Gabor Schreier hönnunarstjóra Saffron vörumerkjastofu, sem stýrði allri þeirri vinnu sem fólst í endurmörkun vörumerkis Meta. Við kynnumst Metaverse á sjónrænan hátt og veltum upp stefnumiðuðum spurningum sem framsýn fyrirtæki þurfa að hafa í huga hvað varðar Metaverse. Þar á eftir fáum við breiðan hóp stjórnenda þekktra íslenskra vörumerkja til að ræða framtíðarsýn sinna vörumerkja með Metaverse. Hvað verður um vörumerki í stafrænum veruleika framtíðar? Mun notendaupplifun og þjónusta breytast með Metaverse og hvaða áhrif gætu þær breytingar haft á vörumerki?

Friðrik Larsen, stofnandi brandr mun leiða umræður og í panel sitja Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Credit Info, Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, Georg Haraldsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs PLAY, Gabor Schreier, hönnunarstjóri Saffron og Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins.

Þér býðst nú að nýta þetta einstaka tækifæri til að kynnast þeirri heimsþekktu endurmörkun sem átti sér stað á Meta.

Sjáumst í Hörpu!

 

Erindið er hluti af ráðstefnu CHARGE sem fer fram dagana 17. og 18. október í Silfurbergi, Hörpu. brandr hefur haldið CHARGE síðan 2016.

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Vörumerki í Metaverse”

Your email address will not be published. Required fields are marked *