fbpx

Starfsfólk

Starfsfólk

Friðrik Larsen

Friðrik er með grunngráður í sálfræði og fjármálum, meistarapróf í markaðsfræði og doktorspróf í branding. Auk þess að vera stofnandi brandr er hann dósent í HÍ þar sem hann kennir markaðstengd fög. 

Akademíu og atvinnulíf er því brúað hjá Friðriki og er hann óþreytandi við að nýta fræðin til hagsbóta fyrir viðskiptavini. 

Akademíu og atvinnulíf er því brúað hjá Friðriki og er hann óþreytandi við að nýta fræðin til hagsbóta fyrir viðskiptavini. 

Íris Mjöll Gylfadóttir

Íris er með MBA frá HR og hefur yfir 15 ára reynslu af stjórnun og stýringu flókinna verkefna fyrir mismunandi fyrirtæki og hefur þannig öðlast færni í að greina og endurskipuleggja viðskiptaferla ólíkra fyrirtækja.
Þessi reynslubolti hefur ástríður fyrir öllu sem tengist branding og hefur þannig öðlast djúpa og faglega þekkingu á efninu. Íris er framkvæmdastjóri brandr.
Þessi reynslubolti hefur ástríður fyrir öllu sem tengist branding og hefur þannig öðlast djúpa og faglega þekkingu á efninu.
Íris hefur yfirumsjón með verkefnum brandr.

Kristján Már Sigurbjörnsson

Kristján er með BS gráðu í markaðsfræði frá Linnaeus University í Svíðþjóð og MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. 

Vörumerki hafa verið í fyrsta sæti hjá Kristjáni í bæði námi og starfi síðastliðin sex ár og hefur hann t.a.m. unnið tvö lokaverkefni um mælingar á vörumerkjum. Hjá brandr vinnur Kristján að rannsóknum og þróun á vörum og verkferlum.

Vörumerki hafa verið í fyrsta sæti hjá Kristjáni í bæði námi og starfi síðastliðin sex ár og hefur hann t.a.m. unnið tvö lokaverkefni um mælingar á vörumerkjum. Hjá brandr vinnur Kristján að rannsóknum og þróun á vörum og verkferlum.

Elías Ýmir Larsen

Elías er með BSc gráðu í viðskiptafræði úr Háskóla Íslands. Áhugi á rekstri fyrirtækja og ákvarðanatökum byggðum á vel skilgreindri stefnu og áreiðanlegum gögnum hófst snemma. 

Elías fór ungur að spreyta sig í rekstri og rak t.a.m. tvö fyrirtæki með mennta- og háskólagöngu. Hjá brandr stýrir Elías keyrslum á brandr vísitölunni.

Elías fór ungur að spreyta sig í rekstri og rak t.a.m. tvö fyrirtæki með mennta- og háskólagöngu. Hjá brandr stýrir Elías keyrslum á brandr vísitölunni, ásamt því að hafa yfirumsjón á samfélagsmiðlum fyrirtækisins.

Björn Ármann Halldórsson

Björn er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur góða reynslu úr markaðs- og sölustörfum. Bjössi eins og við köllum hann gegndi mörgum nefndarstörfum á sínum námsferli. 

Áhugasvið Bjössa liggur í vörumerkjum og hvernig hægt
sé að auka virði þeirra. Hjá brandr starfar Bjössi sem sölu- og vörumerkjaráðgjafi.

Valgerður Gunnarsdóttir

Valgerður er grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur starfað í faginu í þrjátíu ár og hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu af hönnun markaðsefnis fyrir vörumerki af öllum stærðargráðum. 

Valgerður hannar jöfnum höndum allt okkar efni fyrir kynningar og miðla. Hún tekur virkan þátt í hugmyndavinnu og þróun hjá brandr og fylgir síðan verkefnum eftir gegnum hönnun til framleiðslu og birtingar. Valgerður er stúdent í dönsku og djúpt sokkin tamningakona.

Valgerður hannar jöfnum höndum allt okkar efni fyrir kynningar og miðla. Hún tekur virkan þátt í hugmyndavinnu og þróun hjá brandr og fylgir síðan verkefnum eftir gegnum hönnun til framleiðslu og birtingar. Valgerður er stúdent í dönsku og djúpt sokkin tamningakona.

Bjarni Páll Linnet Runólfsson

Bjarni lauk nýverið BSc gráðu í sálfræði úr Háskóla Íslands. Bjarni er í hlutastarfi hjá brandr samhliða meistaranámi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands.

Áhugasvið Bjarna liggur í rannsóknarvinnu og þá einna helst í tölfræðilegri úrvinnslu og aðferðarfræði.

Áhugasvið Bjarna liggur í rannsóknarvinnu og þá einna helst í tölfræðilegri úrvinnslu og aðferðarfræði.

Sonja Sigríður Jónsdóttir

Sonja er með BSc gráðu í sálfræði og markaðsfræði frá Háskóla Íslands og er í hlutastarfi hjá brandr samhliða skrifum á meistararitgerð sinni í markaðsfræði við Háskóla Íslands. 

Hún hefur gegnt fjölmörgum stjórnarstöðum í hinum ýmsu félagsstörfum á námsferli sínum og setið sem varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Hún hefur gegnt fjölmörgum stjórnarstöðum í hinum ýmsu félagsstörfum á námsferli sínum og setið sem varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Samstarfsaðilar

Samstarfsaðilar

brandr er í samstarfi við alþjóðlegu vörumerkja­stof­una Saffron Brand Consult­ants. Samn­ing­ur­inn er gagn­kvæm­ur og fel­ur í sér sam­starf, sam­vinnu og öfl­un viðskipta­tæki­færa tengd­um ráðgjafa­verk­efn­um í vörumerkja­stjórn­un.