Valnefnd

Ítarlegri upplýsingar fyrir tilvonandi valnefndar fulltrúa

Um valnefnd BÍV

Valnefnd BÍV samanstendur af framúrskarandi einstaklingum úr fræðasamfélaginu og íslensku atvinnulífi. Framlag valnefndar er afar mikilvægur partur við val bestu íslensku vörumerkjanna ár hvert. Valnefndin tilnefnir vörumerki sem þeim finnst hafa skarað fram úr á árinu. Tilnefnd vörumerki fara svo í gegnum BÍV ferlið,  og síðar sker valnefndin úr hvert er sterkasta vörumerkið í sínum flokki, sem vegur á móti megindlegum rannsóknum vörumerkjanna. Hér fyrir neðan má sjá nánari útlistun á verkþáttum valnefndarinnar.

Verkþáttur 1

Valnefnd tilnefnir 3-5 vörumerki í hverjum flokki sem þeim finnst hafa skarað fram úr á árinu. Sjá flokka hér fyrir neðan.

Þessi verkþáttur ætti ekki að taka lengri tíma en 15-45 mín.

Lokaskil á tillögum eru til 6. október.
Við hvetjum engu að síður fólk að skila til okkar tillögum fyrr en seinna.
Dagana 8.-11. október er valnefnd skipt upp í nokkra hópa og tillögur eru ræddar á 30. mín rafrænum fundi.

Flokkar sem valnefnd tilnefnir í eru: 

1. Vörumerki á einstaklingsmarkaði, 50+ starfsfólk. 

2. Vörumerki á einstaklingsmarkaði, 49- starfsfólk.

3. Vörumerki á fyrirtækjamarkaði.

4. Vörumerki vinnustaðar.

Verkþáttur 2

Þegar tilnefnd vörumerki, sem tóku þátt í ferlinu, hafa sinnt sínum skyldum, þ.e. keyrt könnun meðal viðskiptavina og skilað inn vörumerkjakynningu, mun valnefnd lesa yfir vörumerkjakynningarnar og gefa einkun eftir matskjali. Hver valnefndarfulltrúi fær úthlutað 2-4 kynningum. 

Áætlaður tími í lestur á einni kynningu er 20-30 mín. 

Frestur á skilum er til 17. janúar.

Þú ættir að taka þátt því að:

96%

Af valnefndarfulltrúum mæla með því að vera í valnefnd

110+

Framúrskarandi einstaklingar hafa setið í valnefnd.

92%

Af valnefndarfulltrúum fannst ferlið vera skýrt

50+

Fjölmiðla umfjallanir síðan BÍV byrjaði.

Yfirlit yfir BÍV valferlið 

Hvað segja fyrrum valnefndar fulltrúar?

Fólk sem tekið hefur þátt í valnefnd BÍV

Vertu hluti af hópi framúrskarandi einstaklinga