fbpx

Verðmæti vörumerkja

leiðtogafundur

03. febrúar, kl. 10:00

Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum

Stór tækifæri eru í verðmætasköpun með faglegri uppbyggingu vörumerkja. Samþætt stjórnun vörumerkja þvert á starfsemina skiptir lykilmáli í uppbyggingu þeirra verðmæta sem felast í ímynd, orðspori og viðskiptavild fyrirtækja. Verndun vörumerkja er þar oft gleymdur, en mikilvægur, þáttur sem er grundvöllur verðmætasköpunar.

Fimmtudaginn 3. febrúar, kl. 10 munu brandr og Hugverkastofan halda sameiginlegan leiðtogafund þar sem umræðuefnið er uppbygging og verndun (eða skráning) vörumerkja.

Framsögufólk mun hvert og eitt halda stutt erindi og að þeim loknum verður pallborðsumræða.

Framsögufólk og þátttakendur í pallborði eru:
Erla Skúladóttir, Stjórnarformaður Lauf Cycling.
Friðrik Larsen, Dósent í HÍ og eigandi brandr. 
Jón Gunnarsson, Samskiptastjóri Hugverkastofunnar.
María Kristjánsdóttir, Lögmaður hjá LEX lögmannsstofu.

Ása Björg Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri brandr mun stýra umræðu í pallborði.