Hagkaup á djúpar rætur í íslensku samfélagi og hefur verið órofinn hluti af verslunarsögu landsins í rúm 60 ár. Hagkaup hafði samband við brandr þar sem tími þótti kominn á að uppfæra vörumerkjahandbók Hagkaups sem var komin til ára sinna og ekki gerð fyrir þá stafrænu miðla sem nú eru við lýði. Hér má sjá brot af þeirri vinnu sem brandr vann ásamt Saffron, samstarfsaðila vörumerkjastofunnar.
Verkþættir
Vörumerkjarýni
Vitund
Brandr vísitala
Rýnihópar
Djúpviðtöl
Greining gagna
Vettvangsferðir
Vörumerkjahandbók
Innleiðing
Staðfærsla Hagkaups
Unnið var með ásýnd vörumerkis Hagkaups til þess að skýra línur þess í hugum neytenda. Áhersla lögð á appelsínugula litinn á móti þeim svarta, bókstafnum H gefið meira vægi í grafík, meiri samfella í birtingarmynd vörumerkisins…
ný ásýnd Hagkaups
Ný ásýnd Hagkaups var unnin í samstarfi við Saffron, samstarfsaðila brandr. Unnið var með ásýnd vörumerkis Hagkaups til þess að skýra línur þess í hugum neytenda. Áhersla lögð á appelsínugula litinn, bókstafnum H gefið meira vægi í grafík og meiri samfella gerð í birtingarmynd vörumerkisins hvort sem á við markaðsefni eða útlit verslana.