Stjórnendur World Class Fóru í vörumerkjarýni með brandr meðal annars til þess að geta styrkt ímynd World Class inn á við. 
Vörumerkjarýnin hjálpaði þeim m.a. að skilja betur viðskiptavini sína og gefur þeim þannig tækifæri á því að efla samband sitt við mismunandi markhópa World Class. Einnig töldu stjórnendur þörf á því að rýna inn á við og kafa ofan í líðan starfsmanna og skilja betur sjálfsmynd World Class og hvernig hún skarast á við þá ímynd sem World Class hefur á markaði.

 

Verkþættir

Vörumerkjarýni

  • Vitund
  • brandr vísitala
  • Rýnihópar
  • Djúpviðtöl
  • Markaðsgreining
  • Greining gagna
  • Vettvangsferðir
  • Stefnuskjal

Hönnun

  • Skrifrænt auðkenniskerfi
  • Sjónrænt auðkenniskerfi
  • Vörumerkjahandbók

Vörumerkjastefna

„Sigraðu sjálfan þig daglega“

Skilaboð

Í næsta nágrenni við þig finnur þú World Class og allt sem þig vantar til þess að taka heilsuna á næsta stig. Allt frá fjölbreyttum hóptímum til box hringsins, þá býður World Class þér upp á ótal möguleika á að uppgötva þá hreyfingu sem er best fyrir þín persónulegu markmið.
 
Það eru allir á sinni eigin vegferð í átt að bættri heilsu. Í World Class finnur þú þverskurð þjóðarinnar saman kominn í kraftmiklu samfélagi sem er drifið af sama hugarfari og þú, tilbúið að leggja sig fram til þess að ná settum markmiðum og fagna litlu sigrunum.