fbpx

Stefnumiðuð vörumerkjarannsókn

Rýndu í stefnuna með augum viðskiptavina

Rýndu í stefnuna með augum viðskiptavina

Stefnumiðuð vörumerkjarannsókn

brandr vísitalan er íslenskt hugvit, markaðsrannsókn hönnuð til að auðvelda líf stjórnenda sem þurfa að hafa trausta innsýn í stöðu fyrirtækja eða einstaka vörumerkja á markaði. Hún hentar jafnt markaðsstjórum, forstjórum og öðrum stjórnendum sem vilja geta tekið traustar ákvarðanir út frá gögnum. Vísitalan mælir bæði styrk og heilbrigði vörumerkja og gefur gagnlegan samanburð við önnur vörumerki (e. benchmarking).

Hingað til hafa stjórnendur þurft að púsla saman margskonar gögnum til að fá raunverulega innsýn í hvernig viðskiptavinir/neytendur upplifa alla mikilvægustu snertifleti við vörumerkið. Við erum með betri lausn, brandr vísitala er hagnýtt og notendavænt verkfæri fyrir stjórnendur sem veitir dýrmætan samanburð við önnur vörumerki. Stuðst er við brandr vísitöluna við val á Bestu Íslensku vörumerkjunum.

Vísitalan byggir á helstu líkönum markaðsfræðanna og rannsóknum hundruða vörumerkja á heimsvísu. Niðurstöður eru skýrar og auðlesanlegar og veita allar helstu upplýsingar um stöðu vörumerkja á einum stað. Skýrslan gefur að auki samanburð við önnur vörumerki. Vísitalan er góður kostur til að öðlast djúpa innsýn í vörumerkið á hagkvæman hátt.

Friðrik Larsen, stofnandi brandr og doktor í vörumerkjafræðum, hannaði og þróaði brandr vísitöluna vegna þess að honum þótti skorta árangursríka rannsókn sem gæfi þá djúpu innsýn sem stjórnendur þurfa til þess að stýra vörumerki faglega. Rannsóknin byggir á bestu tólum akademíunnar og reynslu úr atvinnulífinu af árangursríkri stjórnun framúrskarandi vörumerkja og hefur uppskorið mikið lof. Uppbygging vörumerkja er stór fjárfesting hjá fyrirtækjum og skortur á verkfærum til þess að mæla raunverulega stöðu þess og árangur af markaðsstarfi hefur lengi háð stjórnendum. Vísitalan hlaut einróma lof þegar rannsóknin var gefin út og er nú til sölu á fimm tungumálum. Þrjár mismunandi útgáfur af spurningalistum eru notaðar eftir því hvað hentar hverju fyrirtæki. Hverri rannsókn fylgir ráðgjöf hjá ráðgjöfum brandr sem leiðbeina um hvaða leið hentar best og farið er yfir niðurstöður með viðskiptavinum að rannsókn lokinni.

„An in-depth examination of the modern consumer that represents a landmark step forward in branding and marketing.“
– Kevin Keller

Mældu heilbrigði þíns vörumerkis

Taktu ákvarðanir byggðar á vitneskju en ekki tilfinningu

Taktu ákvarðanir byggðar á vitneskju en ekki tilfinningu

brandr vísitalan byggir á margra ára þróunarvinnu úr fræðasamfélaginu og rannsóknum hundruða vörumerkja á heimsvísu. Niðurstöður eru skýrar, auðlesanlegar og auðvelda stjórnendum að taka ákvarðanir byggðar á gögnum.

Allar upplýsingar á einum stað

Allar upplýsingar á einum stað

brandr vísitalan er markaðsrannsókn sem auðveldar líf framkvæmdastjóra, markaðsstjóra og markaðsdeilda. 
Nauðsynlegar niðurstöður í árangursmælingum vörumerkja. Skýrslan veitir allar helstu upplýsingar um heilbrigði þíns vörumerkis á einum stað. Taktu ákvarðanir byggðar á gögnum sem styður við stefnu vörumerkisins þíns.

Upplifun viðskiptavina

Hvernig höfðar vörumerkið til mismunandi markhópa

Styrkur vörumerkisins samanborið við samkeppnisumhverfið

Fullnýting markaðsfés og ný markmið vörumerkjastefnunnar

Vísitalan útskýrð á tveimur mínútum

Vísitalan útskýrð á tveimur mínútum

Gögn sem hjálpa þér að taka ákvarðanir

Gögn sem hjálpa þér að taka ákvarðanir

Hvað segja neytendahópar um vörumerkið þitt

Það er mikilvægt að vita hvað markaðnum finnst um vörumerkið. Í boði er að senda rannsókn á þína viðskiptavini og/eða viðhorfshóp brandr og heyrt þannig frá ólíkum neytendahópum. brandr Vísitalan skiptist í fjóra flokka sem eru lykilþættir í að mynda staðfærslu (e. positioning).

Hvað segja neytendahópar um vörumerkið þitt

Það er mikilvægt að vita hvað markaðnum finnst um vörumerkið. Í boði er að senda rannsókn á þína viðskiptavini og/eða viðhorfshóp brandr og heyrt þannig frá ólíkum neytendahópum. brandr Vísitalan skiptist í fjóra flokka sem eru lykilþættir í að mynda staðfærslu (e. positioning).

Aðgreining á markaði

Hversu sérstakt vörumerkið er í hugum viðskiptavina/neytenda og hversu vel því hefur tekist að aðgreina sig frá öðrum vörumerkjum.

Markaðshlutun

Árangur í að skilgreina og höfða til mismunandi markhópa.


Ímynd og skynjun

Mælingar á ímynd vörumerkisins og hversu vel neytendur skynja ímyndarþætti þess.

Sjálfbærni og umhverfi

Styrkur ímyndar og tenging vörumerkis við þætti sem snúa að sjálfbærni, umhverfismálum og samfélagslegri ábyrgð í nærumhverfinu.

Aðgreining á markaði

Hversu sérstakt vörumerkið er í hugum viðskiptavina/neytenda og hversu vel því hefur tekist að aðgreina sig frá öðrum vörumerkjum.

Markaðs-hlutun

Árangur í að skilgreina og höfða til mismunandi markhópa.


Ímynd & skynjun

Mælingar á ímynd vörumerkisins og hversu vel neytendur skynja ímyndarþætti þess.

Sjálfbærni & umhverfi

Styrkur ímyndar og tenging vörumerkis við þætti sem snúa að sjálfbærni, umhverfismálum og samfélagslegri ábyrgð í nærumhverfinu.

Samanburður við samkeppnisumhverfið

Samanburður við samkeppnisumhverfið

brandr vísitalan veitir þér dýrmætan samanburð við samkeppnisumhverfi þíns vörumerkis. Jafnframt sýnir hún hvar vörumerkið þitt er samanborið við lægstu og hæstu skor, sem og samanburð við landsmeðaltal.

Fáðu nánari upplýsingar um meðaltöl brandr vísitölunnar á fundi með ráðgjafa.

Útreikningar vísitölunnar

Vísitalan er reiknuð út með formúlu sem byggir á vegnu meðaltali og sérstakri aðferð. Útreikningurinn tekur til greina alla þættina sem eru mældir og vegur þau gildi sem hafa verið tengd við þættina.

Á einfaldan hátt er hægt að útskýra útreikninginn sem:

ωi er vigt þáttar í útreikningi
xi er meðaltal þáttar i
p1 er vigt þáttar í meðaltali
β er meðaltal einkunna
p2 er meðaltal einkunna í vísitölunni (1-p1)

Þættir sem vísitalan mælir

Þættir sem vísitalan mælir

Vísitalan mælir 30 af þeim mikilvægustu þáttum sem skipta máli þegar kemur að styrkleika vörumerkja. Þessir þættir gefa til kynna vörumerkjavirði í huga neytenda (e. customer based brand equity).

Við viljum hjálpa þér að auka virði þíns vörumerkis

Við viljum hjálpa þér að auka virði þíns vörumerkis

Bókaðu fund með ráðgjafa brandr. Fylltu inn allar helstu upplýsingar um þig í skráningarforminu og við höfum samband við fyrsta tækifæri.
Þú getur einnig fundið tíma með ráðgjafa sem hentar þér með því að smella á takkann hér fyrir neðan.