fbpx

brandr vísitalan

brandr vísitalan mælir þær tengingar við vörumerki sem skipta mestu máli í huga hins almenna neytanda. Hún mælir styrkleika vörumerkis og ber það saman við önnur vörumerki.

Vörumerki sem mynda sterkar og jákvæðar tilfinningar í hugum neytenda ná meiri árangri til lengri tíma. Sterk vörumerki ná meiri árangri á markaði og skila meiri arði til eigenda.
Þjónusta, lausnir og greiningar brandr veita viðskiptavinum innsýn í styrkleika vörumerkja og þekkingu til að taka betri ákvarðanir.

Styrkleikar og veikleikar ímyndar

Árangur og arðsemi markaðsstarfs

Samanburður við önnur vörumerki

Greining á niðurstöðum

brandr vísitalan er í formi spurningakönnunar sem samanstendur af 30 spurningum sem viðskiptavinir vörumerkisins svara. Mælt er með að senda á póstlista, nýta samfélagsmiðla eða spyrja brandr viðhorfahópinn. 

Að gagnasöfnun lokinni skilar brandr u.m.þ.b. 90 bls. skýrslu þar sem mikilvægar niðurstöður eru settar fram á skýran og auðskiljanlegan hátt.

Aðgreining á markaði

Hversu sérstakt vörumerkið er í hugum neytenda og hversu vel því hefur tekist að aðgreina sig frá öðrum vörumerkjum.

Markaðshlutun

Árangur í að skilgreina og höfða til mismunandi markhópa.


Ímynd & skynjun

Mælingar á ímynd vörumerkisins og hversu vel neytendur skynja ímyndarþætti þess.

Sjálfbærni & umhverfi

Styrkur ímyndar og tenging vörumerkis við þætti sem snúa að sjálfbærni, umhverfismálum og samfélagslegri ábyrgð í nærumhverfinu.

Mælikvarði

38

UNDIR 40 STIGUM

Fall. Vörumerkið nær ekki að tengjast neytendum á markverðan hátt. Það er kominn tími til að endurmeta stefnuna. Það getur verið sterkt á sumum sviðum en það er kominn tími til úrbóta á flestum sviðum.

58

41 TIL 69 STIG

Viðunandi. Að meðaltali mælist vörumerkið viðunandi og það getur verið framúrskarandi á einstaka sviðum en er verulega eftir á öðrum. Vörumerkið býr yfir sterkum eiginleikum en þarf að gera betur til að auka tryggð viðskiptavina.

87

70 STIG EÐA MEIRA

Ágætt. Vörumerkið nær að skara framúr á mörgum sviðum og hefur myndað einstakt og jákvætt samband við viðskiptavini. Vörumerkið er í kjörstöðu til að tengjast viðskiptavinum á þýðingarmikinn hátt og skipta þá máli.

Útreikningar vísitölunnar

Vísitalan er reiknuð út með formúlu sem byggir á vegnu meðaltali og sérstakri aðferð. Útreikningurinn tekur til greina alla þættina sem eru mældir og vegur þau gildi sem hafa verið tengd við þættina.

Á einfaldan hátt er hægt að útskýra útreikninginn sem:

ωi er vigt þáttar í útreikningi
xi er meðaltal þáttar i
p1 er vigt þáttar í meðaltali
β er meðaltal einkunna
p2 er meðaltal einkunna í vísitölunni (1-p1)

Samanburður við aðra

Þættir sem vísitalan mælir

Rannsóknin skoðar þá þætti sem skipta mestu máli þegar kemur að styrkleika tenginga vörumerkja við neytendur. Þessir þættir gefa til kynna vörumerkjavirði í huga neytenda (e. customer based brand equity).

Verð og leiðir

GRUNNUR

Leið 1

Grunnur er hentugasta leiðin fyrir fyrirtæki sem er ekki tilbúið að verja miklu fé í markaðsrannsóknir en vill engu að síður fá greinagóða mynd af því hversu a) sterkt þeirra vörumerki er í hugum neytenda og b) hvernig vörumerkið stendur sig í samanburði við önnur fyrirtæki.
Megindleg rannsókn er framkvæmd þar sem viðskiptavinir svara um 30 spurningum. Niðurstöður sýna styrk á staðfærslu þíns vörumerkis.

INNIFALIÐ

 • Einföld greining á tölulegum niðurstöðum
 • Rafræn skýrsla
 • Kynning á hvernig eigi að lesa úr niðurstöðum

Verð: 290.000 +vsk
Áskrift: 210.000 á ári +vsk

STOÐIR

Leið 2

Í Stoðum eru niðurstöður greindar mun ítarlegar en í Leið 1 með það að markmiði að veita dýpri innsýn inn í staðfærslu vörumerkisins.
Við vinnslu á megindlegum gögnum rannsóknarinnar er rýnt í hvar vörumerkið stendur í hefðbundnum markaðslegum skilningi. Rýnin hjálpar til að gera markaðssetningu hnitmiðaðri sem og að bæta aðgreiningu og samkeppnisforskot þíns vörumerkis.

INNIFALIÐ

 • Allt sem er í Leið 1
 • Ítarleg greining á niðurstöðum
 • Greining á ummælum viðskiptavina
 • Tveggja klukkustunda kynning

Verð: 490.000 +vsk
Áskrift: 320.000 á ári +vsk

ÞRÓUN

Leið 3

Í Þróun er greining tekin enn lengra og unnið með stjórnendum í að vinna sértæk umbótaverkefni úr niðurstöðum. Þessi leið veitir einnig aðgang að skýrslunni á rafrænu formi þar sem er hægt að krosskeyra alla þætti í sérstökum hugbúnaði.  Hugbúnaðurinn vinnur úr gagnasafninu og setur fram upplýsingarnar með auðlesanlegum og sjónrænum hætti í rauntíma.


INNIFALIÐ

 • Allt sem er í Leiðum 1 og 2
 • Fjögurra stunda vinnustofa
 • Sértæk umbótaverkefni
 • Stafrænt aðgengi að niðurstöðum

Verð: 690.000 +vsk
Áskrift: 460.000 á ári +vsk

LEIÐ 1

Leið 1 er hentug fyrir fyrirtæki sem vill vita hver staðfærsla vörumerkis þeirra er. Í leið 1 er mælt hversu a) sterkt vörumerkið er í hugum neytenda og b) hvernig vörumerkið stendur sig í samanburði við önnur fyrirtæki.
Megindleg rannsókn er framkvæmd þar sem viðskiptavinir svara um 30 spurningum. Niðurstöður sýna styrk á staðfærslu þíns vörumerkis.


INNIFALIÐ

 • Einföld greining á tölulegum niðurstöðum
 • Rafræn skýrsla

Verð: 380.000 +vsk
*Áskrift: 285.000 á ári +vsk

LEIÐ 2

Í Leið 2 eru niðurstöður greindar mun ítarlegar en í Leið 1 með það að markmiði að veita dýpri innsýn inn í staðfærslu vörumerkisins.
Við vinnslu á megindlegum gögnum rannsóknarinnar er rýnt í hvar vörumerkið stendur í hefðbundnum markaðslegum skilningi. Rýnin hjálpar til að gera markaðssetningu hnitmiðaðri sem og að bæta aðgreiningu og samkeppnisforskot þíns vörumerkis.

INNIFALIÐ

 • Allt sem er í Leið 1
 • Ítarleg greining á niðurstöðum
 • Greining á ummælum viðskiptavina
 • Tveggja klukkustunda kynning
 

Verð: 520.000 +vsk
*Áskrift: 390.000 á ári +vsk

*Áskrift miðast við að keyra vísitöluna a.m.k. tvisvar innan 13 mánaða

VIÐBÆTUR

Keyrsla á viðhorfahóp

Verð: 89.000 +vsk

Samantektarskýrsla og viðbótar greining
Verð: 210.000 +vsk

Auka vinnustofa

Verð: 56.000 +vsk pr. klst

Stafrænt aðgengi (Tableau)

Verð: 170.000 +vsk

Aukaspurning

Verð: 59.000 +vsk

Breyta bakgrunnsbreytu

Verð: 59.000 +vsk