Viðurkenningar eru veittar vörumerkjum í fjórum flokkum. Líkt og síðustu ár þá verða veittar viðurkenningar á fyrirtækjamarkaði og á einstaklingsmarkaði. Fyrir árið 2022 höfum við ákveðið að breyta til og nú verður aðeins einn flokkur fyrir fyrirtækjamarkað og við bætist flokkurinn Besta alþjóðlega vörumerkið á Íslandi. Í þennan nýja flokk falla öll þau alþjóðlegu vörumerki sem unnið er með á Íslandi, hvort sem það er í gegnum sérleyfi eða með öðrum hætti.
Í fyrsta skipti verður einnig veitt viðurkenning fyrir besta íslenska vörumerkið í flokknum „Persónubrandr“. Það er gert til að gefa þeim vægi sem eru að búa til sterkt vörumerki í kringum sig sem persónu.