fbpx

Stefnumótun og innri markaðssetning

Eru allir að róa í sömu átt?

Eru allir að róa í sömu átt?

Innri markaðssetning

Vitund er stefnumótunaræfing sem hjálpar stjórnendum að sjá á einfaldan og hagkvæman hátt hvort stjórnendur og starfsfólk stefni í sömu átt eða hvort þörf er á áherslubreytingum t.d. í innri markaðssetningu.

Æfingin fer fram sem spil í vinnustofum sem eru leiddar af ráðgjöfum brandr. Allir þátttakendur fá jöfn tækifæri til að koma sinni skoðun á framfæri. Niðurstöðurnar sýna bæði hvernig þátttakendur upplifa fyrirtækið í dag sem og framtíðarsýn þeirra. Æfingin skapar mikilvægar samræður um frammistöðu fyrirtækisins og hjálpar við að greina veikleika og styrkleika þess og skoða stefnuna með augum starfsmanna.

Eftir vinnustofur er útbúin skýrsla sem sérfræðingar brandr kynna fyrir stjórnendum. Rýnt er í sjálfsmynd vörumerkisins en það er sú mynd sem starfsfólk hefur á eiginleikum eigin fyrirtækis. Skýr sjálfsmynd bætir samskipti við viðskiptavini og stuðlar að sterkari ímynd út á við.

Ímyndaruppbygging hefst alltaf innan veggja fyrirtækisins og er því mikilvægur hluti af stefnu. Niðurstöður úr vitundarspilinu kjarna sjálfsmynd vörumerkisins í hugum þátttakenda og er skilað í formi leiðarljósa. Stjórnendur nýta síðan leiðarljósin til stefnumótunar eða til að sjá hvort breytinga er þörf í innri markaðssetningu.

Sterk sjálfsmynd fyrirtækja er grundvöllur fyrir því að vörumerki geti hámarkað árangur og arð því ímynd úti á markaðnum á að vera spegilmynd af sjálfsmynd.

Framkvæmd vinnustofa

  • 2-3 hópar
  • 6-8 starfsmenn í hverjum hóp
  • 100 eiginleikar mátaðir við vörumerkið
  • Núverandi sjálfsmynd vörumerkis fundin
  • Æskileg sjálfsmynd til framtíðar er skilgreind
  • Niðurstöður kynntar af sérfræðingum brandr
  • Markmið til að brúa bilið rædd

Vinnustofan er framkvæmd af brandr með stjórnendum og starfsfólki fyrirtækisins og fer fram með því að spila Vitund, skemmtilegt spil þar sem sjálfsmynd vörumerkis er greind og kjarninn fundinn. Fyrst er skoðað hvernig starfsfólk sér vörumerkið eða fyrirtækið í dag og síðan hvernig starfsfólk myndi vilja sjá vörumerkið í framtíðinni.

Starfsfólki er skipt í hópa sem samanstanda af 4-6 einstaklingum. Æfingin skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum velur hópurinn spil út frá því hvernig hann metur núverandi sjálfsmynd vörumerkisins. Í seinni hlutanum velur hópurinn spil út frá því hvernig hann vill að sjálfsmynd vörumerkisins verði í framtíðinni.

Eftir vinnustofur er útbúin skýrsla sem sérfræðingar brandr kynna fyrir stjórnendum fyrirtækisins. Helstu niðurstöður eru rýndar og rætt um mögulegar úrbætur.

Stafræn vitund

Vitundar-appið hentar vel fyrir stærri fyrirtæki sem vilja taka púlsinn á stórum hóp. Spilið fer fram með sama hætti og er stýrt af sérfræðingi frá brandr en starfsmennirnir taka þátt í tölvu eða síma.

Hentar einnig mjög vel með vinnustofum til að heyra frá stærri hóp í fyrirtækinu til samanburðar við hefðbundnar vinnustofur.

Stafræn vitund

Vitundar-appið hentar vel fyrir stærri fyrirtæki sem vilja taka púlsinn á stórum hóp. Spilið fer fram með sama hætti og er stýrt af sérfræðingi frá brandr en starfsmennirnir taka þátt í tölvu eða síma.

Hentar einnig mjög vel með vinnustofum til að heyra frá stærri hóp í fyrirtækinu til samanburðar við hefðbundnar vinnustofur.

Við viljum hjálpa þér að auka virði þíns vörumerkis

Við viljum hjálpa þér að auka virði þíns vörumerkis

Bókaðu fund með ráðgjafa brandr. Fylltu inn allar helstu upplýsingar um þig í skráningarforminu og við höfum samband við fyrsta tækifæri.
Þú getur einnig fundið tíma með ráðgjafa sem hentar þér með því að smella á takkann hér fyrir neðan.