fbpx

Um leiðtogafundi brandr

Við viljum efla og ræða vörumerkjastjórnun.  

Vörumerki sem starfa eftir vel skilgreindri stefnu ná meiri árangri en önnur vörumerki. Fyrirtæki sem skilja hvernig vörumerki þeirra skapa huglægt virði hjá viðskiptavinum eru betur í stakk búin til að mæta áskorunum. Leiðtogafundir brandr er vettvangur sem við höfum skapað til að taka þá umræðu með stjórnendum fyrirtækja, markaðsfólki og áhugafólki um vörumerkjastjórnun.

Leiðtogafundur September 2020

Mikilvægi mælinga í markaðsstarfi
Fyrir okkur er vörumerkið hjartað og heilinn í starfsemi allra fyrirtækja. Við trúum því að árangur fyrirtækja ráðist af því hversu vel vörumerki þeirra ná að tala við neytendur og viðskiptavini og við byggjum þá trú okkar á faglegri þekkingu. Stjórnendur sem leggja vinnu í uppbyggingu vörumerkis ávaxta og auka virði þess. Sterk vörumerki ná meiri árangri á markaði og skila meiri arði til eigenda.
Hvað mælingar eru forstjórar að nota í sínu daglegu störfum sem mæla þessa þætti (árangur)?

Hvað skiptir mestu máli í huga neytenda?
Við þurfum að vita hvort okkur er að takast ætlunarverkið, fer okkur fram og náum við til neytenda?   Hver er styrkur vörumerkisins á markaði, hvernig er það að standa sig í samanburði við önnur vörumerki? Á þessum leiðtogafundi fáum við dæmi frá Hrund Rudolfsdóttur, Ólafi Siguðrssyni, Svanhildi Konráðsdóttur og Jóni Björnssyni um tengingar þeirra vörumerkja við neytendur.

Smella hér til að horfa á upptöku.

Leiðtogafundur Júní 2020

Vörumerki með flensu
Vörumerki er langtíma verkefni sem krefst langtíma hugsunar. Það er auðvelt að skera fyrst niður markaðssetningu á krepputímum, en ef fyrirtæki vilja fá sem mest út úr fjármunum sínum eiga þau ekki að draga úr markaðssetningu í slíku árferði. Það segja fræðin og það segir praktíkin. En hvernig er þetta í raun?

Ekki hætta að róa
Einfaldasta leiðin til að sóa markaðsfé er að þekkja ekki eigið vörumerki – hvernig neytendur skilgreina það, hvernig fyrirtækið sjálft skilgreinir sig, hvaða tilfinningar það vekur og hvaða máli það skiptir. Hvernig neytendur tengja persónuleika við vörumerkið. Við hvern talar vörumerkið og hvernig talar það.
Þessir þættir eiga alltaf við og líka í kreppu en í kreppuástandi gerist það þó gjarnan að markaðshugsun er hent út um gluggann um leið og fjármunir fyrir markaðsmál eru skornir niður. Þetta gerist þrátt fyrir að fræðin og dæmisögur út atvinnulífi sýni fram á ávinning þess að hætta ekki að róa.

Smella hér til að horfa á upptöku.

Leiðtogafundur Apríl 2019

Vörumerki
Einfaldasta leiðin til að sturta niður markaðsfé er að fara af stað án þess að þekkja vörumerkið – hvernig neytendur skilgreina það, hvernig fyrirtækið skilgreinir það, hvaða tilfinningar það vekur og hvaða máli það skiptir. Við hvern vörumerkið talar og hvernig það talar. Hvernig neytendur tengja persónuleika við vörumerkið.

Hvaða orð og tilfinningar hefur þitt vörumerki eignast í huga neytenda?
Vörumerki eigna sér sess í huganum– eftir því sem vörumerkið skipar sterkari sess eru minni líkur á að önnur vörumerki nái að uppfylla sömu huglægu þörf. Sterk vörumerki hitta fólk í hjartastað, viðskiptavinir mynda við þau sterk sambönd sem endast út ævina.

Tryggari viðskiptavinir og ánægðara starfsfólk
Öflug vörumerki skapa tryggð, búa til meiri verðmæti og eru grundvöllur öflugra fyrirtækja. Markaðsstarf þeirra er líklegra til að ná árangri og þau ýta undir meiri starfsánægju.

Smella hér til að horfa á upptöku.