fbpx

Leiðtogafundir

Við viljum efla og ræða vörumerkjastjórnun.
Vörumerki sem starfa eftir vel skilgreindri stefnu ná meiri árangri en önnur vörumerki. Fyrirtæki sem skilja hvernig vörumerki þeirra skapa huglægt virði hjá viðskiptavinum eru betur í stakk búin til að mæta áskorunum. Leiðtogafundir brandr eru vettvangur sem við höfum skapað til að taka þá umræðu með stjórnendum fyrirtækja, markaðsfólki og áhugafólki um vörumerkjastjórnun.
 

Vörumerki, mannauður & menning

Á þessum leiðtogafundi var skoðað það órjúfanlega samspil mannauðs, vörumerkis og fyrirtækjamenningar. 

Rætt var t.a.m. ræða hvernig sterkt vörumerki og fyrirtækjamenning vinna saman að því að skapa umhverfi sem laðar að, þróar og heldur í hæfileikaríkt starfsfólk. Sem og hvernig þessir þættir mótast hvor af öðrum og skapa sterkara og meira aðlaðandi fyrirtæki.

Ímynd og styrkleikar forsetaframbjóðenda

Þeir Kristján Már Sigurbjörnsson og Þorlákur Karlsson ræddu við þau Katrínu Júlíusdóttur og Kolbein Marteinsson, um niðurstöður könnunar sem brandr gerði í byrjun maí um fylgi, ímynd og styrkleika forsetaframbjóðenda.

Margt áhugavert kom fram í könnuninni, sem 1.432 tóku þátt í, þar á meðal að Halla Hrund Logadóttir hafði mesta fylgið og flest sögðu að þau yrðu sátt við hana sem forseta.
Það kom í ljós að „heiðarleg“ var algengasta orðið sem lýsti Höllu
Hrund Logadóttur, „traustur“ var aðalorð Baldurs og „traust“ var orð Katrínar, „klár“ lýsti helst HölluTómasdóttur og „skemmtilegur“ var algengasta orðið um Jón Gnarr.

Á leiðtogafundinum voru:
Dr. Þorlákur Karlssonrannsóknarsérfræðingur brandr.
Kristján Már Sigurbjörnsson, rannsóknarstjóri brandr.
Katrín Júlíusdóttir, rithöfund og fyrrverandi ráðherra og alþingismann
Kolbeinn Marteinsson, ráðgjafa í samskiptum og almannatengslum hjá Athygli

Vinnustaður sem vörumerki

Það er líklegast óhætt að fullyrða að flestir hafi tekið eftir einhverjum breytingum á vinnumarkaði síðustu ár, þá sérstaklega í kjölfar heimsfaraldurs. Í samtölum og samstarfi okkar hjá brandr við hin ýmis fyrirtæki á Íslandi og utan landsteinanna ber ítrekað á góma sama umræðuefnið: Hvernig geta fyrirtæki laðað að og haldið betur í mannauð? Við hjá brandr trúum því að ein af lausnunum við þessu vandamáli sé að nýta vörumerki og þær þekktu aðferðir sem til eru við stjórnun þeirra.

Á leiðtogafundinum voru:
Dr. Þorlákur Karlssonrannsóknarsérfræðingur brandr.
Davíð Örn Símonarson, stofnandi og framkvæmdastjóri Smitten.
Anna Signý Guðbjörnsdóttirframkvæmdastjóri Kolibri.
Geirlaug Jóhannsdóttirframkvæmdastjóri Hagvangs.
Dr. Friðrik Larsen, stofnandi brandr stýrði fundinum.

Íþróttafélög eru líka vörumerki!

Á þessum leiðtogafundi fórum við yfir samspil vörumerkja og íþróttafélaga og fengum til okkar þátttakendur með fjölbreyttan bakgrunn úr íslensku íþrótta- og viðskiptalífi.

Þátttakendur leiðtogafundarins voru:
Björn Berg Gunnarssonfjármálaráðgjafi.
Björn Einarssonformaður Víkings.
Eysteinn Pétur Lárussonframkvæmdastjóri Breiðabliks.
Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík.
Jóhann Már Helgasonfjármálastjóri LC International.

Mannauður og vörumerki

Um brúnna milli mannauðs og vörumerkis hefur mikið verið skrifað síðustu tvo áratugi. Að móta vinnustaði sem vörumerki felur í sér innri og ytri markaðssetningu með það að markmiði að gefa skýra mynd á það hvernig fyrirtæki sker sig úr fjöldanum, hvað gerir það að góðum vinnuveitanda og hvaða kjörum megi búast við sem starfsmaður fyrirtækisins.

Á leiðtogafundinum voru:
Birgi Jónssyniforstjóra Play.
Ægi Má Þórissyniforstjóra Advania á Íslandi.
Svölu Guðmundsdótturprófessor í Háskóla Íslands.
Brynjari Má Brynjólfssynimannauðsstjóra Isavia. 
Íris Mjöll Gylfadóttir, framkvæmdastjóri brandr.

Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð

Á þessum leiðtogafundi ræddum við hvernig sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð tengjast vörumerkjum og reyndum meðal annars að svara, með hjálp sérfræðinga, spurningunni hvaða hlutverk fyrirtæki eigi að spila í málefnum tengdum UFS (e. ESG)

Í pallborði sátu:
Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans
Bjarney Harðardóttir, eigandi og vörumerkjastjóri 66°Norður
Guðný Camilla Aradóttir, umhverfisfulltrúi IKEA á Íslandi
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins

Mikilvægi vörumerkja

Þann 3. maí, hélt brandr rafrænan leiðtogafund um mikilvægi vörumerkja út frá ýmsum sjónarhornum. 

Framsögufólk flutti hvert og eitt stutt erindi og að þeim loknum var pallborðsumræða.

Framsögufólk og þátttakendur í pallborði voru:

Ari Fenger, forstjóri 1912 ehf
Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures
Kristín María Dýrfjörð, eigandi Te & Kaffi
Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi

Verðmæti vörumerkja

Stór tækifæri eru í verðmætasköpun með faglegri uppbyggingu vörumerkja. Samþætt stjórnun vörumerkja þvert á starfsemina skiptir lykilmáli í uppbyggingu þeirra verðmæta sem felast í ímynd, orðspori og viðskiptavild fyrirtækja. Verndun vörumerkja er þar oft gleymdur, en mikilvægur, þáttur sem er grundvöllur verðmætasköpunar.

Framsögufólk og þátttakendur í pallborði eru:
Erla SkúladóttirStjórnarformaður Lauf Cycling.
Friðrik Larsen, Dósent í HÍ og eigandi brandr. 
Jón Gunnarsson, Samskiptastjóri Hugverkastofunnar.
María Kristjánsdóttir, Lögmaður hjá LEX lögmannsstofu.

Eru stjórnmálaflokkar vörumerki?

brandr vísitalan mælir styrkleika vörumerkja. Sú aðferðafræði var notuð til að mæla styrkleika þeirra stjórnmálaflokka sem buðu sig fram til alþingis í september 2021, eins og þau væru vörumerki.
Gagnanna var aflað frá 28. september til 1. október

Niðurstöður voru kynntar og um þær fjallað á rafrænni málstofu (fimmtudag 7. okt).

Er hægt að mæla með NPS kvarðanum?

Sumarið 2021 fékk brandr styrk frá Rannís til að rannsaka uppruna og tilgang NPS kvarðans.
Þeir Kristján Már og Bjarni Páll starfsmenn brandr kynntu niðurstöður rannsóknarinnar.
Að kynningu lokinni var pallborðsumræða sem Friðrik Larsen framkvæmdastjóri brandr stýrði.


Þátttakendur í pallborði voru:
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri VÖK Baths.
Halldór Valgeirsson, sérfræðingur í markaðsrannsóknum og greiningum hjá Landsbankanum.
Sesselía Birgisdóttir, forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa.

Skraut eða stefna

Hönnun er svo sannarlega mikilvæg en hún þarf að haldast í hendur við stefnumótun. Hönnun án stefnumótunar eru afskornu fallegu blómin. Þau lífga upp á tilveruna og láta öllum líða vel. Með stefnumótun þá koma blómin í potti, lifa lengi og blómstra reglulega.

En hvernig finnum við rétta jafnvægið á milli þessara tveggja þátta, hönnunar og stefnu?

Gabor Schreie, yfirmaður hönnunar hjá Saffron,
Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar og
Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka ræddum málin í málstofu í febrúar 2021.
Dr. Friðrik Larsen, framkvæmdastjóri brandr og dósent í Háskóla Íslands, stjórnaði umræðu í pallborði.

Mikilvægi mælinga í markaðsstarfi

Mikilvægi mælinga í markaðsstarfi
Fyrir okkur er vörumerkið hjartað og heilinn í starfsemi allra fyrirtækja. Við trúum því að árangur fyrirtækja ráðist af því hversu vel vörumerki þeirra ná að tala við neytendur og viðskiptavini og við byggjum þá trú okkar á faglegri þekkingu. Stjórnendur sem leggja vinnu í uppbyggingu vörumerkis ávaxta og auka virði þess. Sterk vörumerki ná meiri árangri á markaði og skila meiri arði til eigenda.
Hvað mælingar eru forstjórar að nota í sínu daglegu störfum sem mæla þessa þætti (árangur)?

Hvað skiptir mestu máli í huga neytenda?
Við þurfum að vita hvort okkur er að takast ætlunarverkið, fer okkur fram og náum við til neytenda?   Hver er styrkur vörumerkisins á markaði, hvernig er það að standa sig í samanburði við önnur vörumerki? Á þessum leiðtogafundi fáum við dæmi frá Hrund Rudolfsdóttur, Ólafi Siguðrssyni, Svanhildi Konráðsdóttur og Jóni Björnssyni um tengingar þeirra vörumerkja við neytendur.

Vörumerki með flensu

Vörumerki er langtíma verkefni sem krefst langtíma hugsunar. Það er auðvelt að skera fyrst niður markaðssetningu á krepputímum, en ef fyrirtæki vilja fá sem mest út úr fjármunum sínum eiga þau ekki að draga úr markaðssetningu í slíku árferði. Það segja fræðin og það segir praktíkin. En hvernig er þetta í raun?

Ekki hætta að róa
Einfaldasta leiðin til að sóa markaðsfé er að þekkja ekki eigið vörumerki – hvernig neytendur skilgreina það, hvernig fyrirtækið sjálft skilgreinir sig, hvaða tilfinningar það vekur og hvaða máli það skiptir. Hvernig neytendur tengja persónuleika við vörumerkið. Við hvern talar vörumerkið og hvernig talar það.
Þessir þættir eiga alltaf við og líka í kreppu en í kreppuástandi gerist það þó gjarnan að markaðshugsun er hent út um gluggann um leið og fjármunir fyrir markaðsmál eru skornir niður. Þetta gerist þrátt fyrir að fræðin og dæmisögur út atvinnulífi sýni fram á ávinning þess að hætta ekki að róa.

Hvað er vörumerki?

Vörumerki
Einfaldasta leiðin til að sturta niður markaðsfé er að fara af stað án þess að þekkja vörumerkið – hvernig neytendur skilgreina það, hvernig fyrirtækið skilgreinir það, hvaða tilfinningar það vekur og hvaða máli það skiptir. Við hvern vörumerkið talar og hvernig það talar. Hvernig neytendur tengja persónuleika við vörumerkið.

Hvaða orð og tilfinningar hefur þitt vörumerki eignast í huga neytenda?
Vörumerki eigna sér sess í huganum– eftir því sem vörumerkið skipar sterkari sess eru minni líkur á að önnur vörumerki nái að uppfylla sömu huglægu þörf. Sterk vörumerki hitta fólk í hjartastað, viðskiptavinir mynda við þau sterk sambönd sem endast út ævina.

Tryggari viðskiptavinir og ánægðara starfsfólk
Öflug vörumerki skapa tryggð, búa til meiri verðmæti og eru grundvöllur öflugra fyrirtækja. Markaðsstarf þeirra er líklegra til að ná árangri og þau ýta undir meiri starfsánægju.