fbpx

Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar.

Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

Þú getur tilnefnt vörumerki!

Við val á Bestu íslensku vörumerkjunum 2023 leitum við til valnefndarinnar sem samanstendur af framúrskarandi einstaklingum úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu, sem og til almennings.

Tilnefndu hvaða vörumerki þér finnst hafa staðið upp úr á árinu!

Veitt verður viðurkenning í fjórum flokkum. Þeir eru útskýrðir betur hér að neðan.

  Tilnefnt í fjórum flokkum

  1.

  Fyrirtækjamarkaður

  Öll fyrirtæki sem selja öðrum fyrirtækjum vörur og þjónustu. 

  2.

  Einstaklingsamarkaður 
  Starfsfólk 50+

  Öll fyrirtæki með 50 starfsfólk eða fleiri sem selja neytendum vörur og þjónustu.

  3.

  Einstaklingsamarkaður 
  Starfsfólk 49-

  Öll fyrirtæki með 49 starfsfólk eða færri sem selja neytendum vörur og þjónustu.

  4.

  Alþjóðleg vörumerki á Íslandi

  Alþjóðleg vörumerki sem stunda faglegt markaðstarf á Íslandi, hvort sem það er í gegnum sérleyfi eða með öðrum hætti. 

  Yfirlit yfir BÍV valferlið 

  Með vali á Bestu íslensku vörumerkjunum vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. Fylgstu með ferlinu með því að skrá þig á póstlistann okkar!

  1.  Kallað er eftir ábendingum frá almenningi og valnefnd sem skipuð er sérfræðingum úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu.
  2.  Þegar búið er að ganga úr skugga hvaða vörumerki eru tilnefnd er þeim boðið að taka þátt í ferlinu.
  3-4.  Tilnefnd vörumerki þurfa að keyra megindlega rannsókn sem og skila inn vörumerkjakynningu. Valnefnd er svo falið það hlutverk að fara yfir kynningarnar samkvæmt matsblaði.
  5.  brandr keyrir einning almenna rannsókn meðal almennings (brandr viðhorfahópur) um tilnefnd vörumerki.
  6.  Úrskurður valnefndar er svo borinn saman við rannsókn vörumerkjanna, sem og rannsókn brandr viðhorfahóps.
  7.  Það vörumerki sem skorar best úr þessum þremur þáttum ber sigur úr bítum í sínum flokki og veitt viðurkenning við hátíðlega rafræna athöfn nk. 8. febrúar.

  Tölfræði

  53

  NPS skor frá tilnefndum vörumerkjum

  96%

  Af valnefndarfulltrúum mæla með því að vera í valnefnd

  110+

  Framúrskarandi einstaklingar hafa setið í valnefnd.

  95%

  Tilnefndra vörumerkja bera traust til brandr sem umsjónaraðila

  Tilnefnd vörumerki síðustu ár

  BÍV22

  Flokkar:
  B2B            B2C 49-
  B2C 50+    Alþjóðleg VM á Íslandi

  BÍV21

  Flokkar:
  B2B 50+    B2B 50+
  B2C 50+    B2C 49-

  BÍV20

  Flokkar:
  B2B 50+    B2B 50+
  B2C 50+    B2C 49-

  Ummæli valnefndar

  Valnefnd BÍV23

  Hér má líta á þá framúrskarandi einstaklinga sem sitja í valnefnd Bestu íslensku vörumerkjanna 2023.