Vörumerkið er allt

Vörumerkið og mótun þess er öflugasta stefnumótunartæki sem stjórnendur hafa. Vörumerkið segir okkur hvernig við bregðumst við breytingum, hvernig við þjónustum viðskiptavinum, hvernig við högum okkur og hvernig við tjáum okkur.
Vörumerkið er ekki myndmerkið sem við stimplum framan á umbúðir eða merkjum skrifstofurnar okkar með. Vörumerkið eru allar tengingarnar sem við búum til og festum myndmerkið á. Það hefur áhrif á hvernig við seljum vöruna, hvernig við ráðum og þjálfum fólk.
Fyrir okkur er vörumerkið hjartað og heilinn í starfsemi allra fyrirtækja. Árangur fyrirtækja ræðst af því hversu vel vörumerki þeirra ná að tala við neytendur og viðskiptavini.

brand, branding; brandr

Enska nafnorðið brand og hugtakið branding eru oft rakin til norræna orðsins brandr eða brandur sem talið er að hafi borist inn í ensku með norskum innflytjendum til Bandaríkjanna.
Það hefur lengi vafist fyrir íslensku markaðsfólki hvaða orð eigi að nota yfir hugtökin ensku en lagt hefur verið til að nota orð á borð við vörumerki, auðkenning og mörkun.
Þýðingar á fagmáli missa oft marks og hljóma afkáraleg í daglegri notkun. Þessi orð ná einfaldlega ekki sömu gildishleðslu og orðin brand og branding.
Nafnið okkar, brandr, vísar því bæði aftur í aldir í grunninn á íslensku máli og er jafnframt með skírskotun til málnotkunar dagsins í dag.

Við hjálpum vörumerkjum að tengjast við fólk

brandr talar um tilfinningar. Við skoðum og eflum þær tilfinningar sem fólk tengir við vörumerki. Við viljum styrkja sambönd vörumerkja og neytenda. Jafnframt auðveldum við fyrirtækjum að fara betur með auðlindir með því að auka skilvirkni og hagkvæmni markaðsstarfs, stefnumótunar og mannauðsstarfs.

Við viljum að upplýsingar komist á skilvirkari máta á markaðinn og að þær tali við rétt fólk á réttum tíma.

Þysja inn til að sjá betur eða smella hér til að sjá mynd í fullri stærð