Skráðu þig á póstlista!
brandr vörumerkjastofa
kt. 540606-0210
Borgartún 25, 105 Reykjavík
Ísland
(+354) 787-7007
hallo@brandr.is
Persónuverndaryfirlýsing
Viðhorfahópur brandr
Leiðtogafundur sem haldinn var 3. júní 2020 bar heitið vörumerki með flensu og umræðuefni var hvernig vörumerki bregðast við á krísutímum.
Vörumerki með flensu
Vörumerki er langtíma verkefni sem krefst langtíma hugsunar. Það er auðvelt að skera fyrst niður markaðssetningu á krepputímum, en ef fyrirtæki vilja fá sem mest út úr fjármunum sínum eiga þau ekki að draga úr markaðssetningu í slíku árferði. Það segja fræðin og það segir praktíkin. En hvernig er þetta í raun?
Ekki hætta að róa
Einfaldasta leiðin til að sóa markaðsfé er að þekkja ekki eigið vörumerki – hvernig neytendur skilgreina það, hvernig fyrirtækið sjálft skilgreinir sig, hvaða tilfinningar það vekur og hvaða máli það skiptir. Hvernig neytendur tengja persónuleika við vörumerkið. Við hvern talar vörumerkið og hvernig talar það.
Þessir þættir eiga alltaf við og líka í kreppu en í kreppuástandi gerist það þó gjarnan að markaðshugsun er hent út um gluggann um leið og fjármunir fyrir markaðsmál eru skornir niður. Þetta gerist þrátt fyrir að fræðin og dæmisögur út atvinnulífi sýni fram á ávinning þess að hætta ekki að róa.
Þetta á þó að sjálfsögðu bara við fyrirtæki sem eru í aðstöðu til þess að draga ekki úr markaðssetningu. Það er t.d. ólíklegt að hvalaskoðunarfyrirtæki nái fleiri útlendingum í ferðir í sumar ef þeir fá ekki koma til landsins. En almennt séð þá eru mikil tækifæri sem felast í því að auglýsa þegar mun færri eru að auglýsa, þar sem fyrirtæki fá aldrei meira fyrir peninginn en einmitt þá. Miklar líkur eru á að skilaboðin sjáist betur og heyrist hærra en áður.
Vörumerki er kjölfesta
Vörumerki eigna sér sess í huga neytenda – eftir því sem vörumerkið skipar sterkari sess (tengsl) eru minni líkur á að önnur vörumerki nái að uppfylla sömu huglægu þörf. Sterk vörumerki hitta fólk í hjartastað, viðskiptavinir mynda við þau sterk sambönd sem endast út ævina – og þeir eru tryggir þótt gefi á bátinn í ólgusjó.
Öflug vörumerki skapa tryggð, búa til meiri verðmæti og eru grundvöllur öflugra fyrirtækja – alltaf!
brandr vörumerkjastofa
kt. 540606-0210
Borgartún 25, 105 Reykjavík
Persónuverndaryfirlýsing
Viðhorfahópur brandr
© 2024 brandr vörumerkjastofa
brandr vörumerkjastofa
kt. 540606-0210
Borgartún 25, 105 Reykjavík
Ísland
(+354) 787-7007
hallo@brandr.is
Persónuverndaryfirlýsing
Viðhorfahópur brandr
brandr vörumerkjastofa
kt. 540606-0210
Borgartún 25, 105 Reykjavík
(+354) 787-7007
hallo@brandr.is
Persónuverndaryfirlýsing
Viðhorfahópur brandr