fbpx

Íþróttafélög eru líka vörumerki

leiðtogafundur

24. ágúst, kl. 9-10.

Umræðuefni fundarins

Í daglegu tali ræðum við ekki um íþróttafélög sem vörumerki en raunin er sú að þau eru sannarlega vörumerki og í raun afar stérstök vörumerki. Réttast er að skilgreina það sem svo að íþróttafélög myndi sér flokk vörumerkja sem einkennist af gríðarlega miklum áhuga og mikilli tryggð neytenda til þeirra. Þessi atriði ásamt fleirum jákvæðum hughrifum í garð íþróttafélaga hafa áhrif á hegðun neytenda og má sjá birtingamynd þess á fjölda vegu, svo sem í kaupum á varningi, sjónvarpsáskriftum, neyslu á stafrænu efni, veðmálum, ferðalögum og svo mætti lengi telja. Líklegast verður þessi sérstaða vörumerkja íþróttaliða best undirstrikuð með þeim mikla fjölda stuðningsfólks sem húðflúrar á sig kennileiti vörumerkjanna.

Á þessum leiðtogafundi fórum við betur yfir þessi sérstöku vörumerki og fáum til þess þátttakendur með fjölbreyttan bakgrunn úr íslensku íþrótta- og viðskiptalífi.

Þátttakendur leiðtogafundarins voru: 
Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi.
Björn Einarsson, formaður Víkings.
Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks.
Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík. 
Jóhann Már Helgason, fjármálastjóri LC International.

Íris Mjöll Gylfadóttir, framkvæmdastjóri brandr mun stýra fundinum.

Fundurinn fór fram rafrænt í beinu streymi á vefsíðu brandr. Þú getur horft á viðburðinn með því að fylla út formið.

Aðgangur er ókeypis. 

Horfðu á upptökuna!

ATHUGA: Ef þú varst nú þegar skráð/ur á leiðtogafundinn ert þú með allar upplýsingar í tölvupósti. Leitið eftir sendingu frá hallo@brandr.is.
Varist að póstur gæti ratað í spam eða promotion.