Vinnustaður sem vörumerki

leiðtogafundur

8. nóvember, kl. 9-10.

Umræðuefni fundarins

Það er líklegast óhætt að fullyrða að flestir hafi tekið eftir einhverjum breytingum á vinnumarkaði síðustu ár, þá sérstaklega í kjölfar heimsfaraldurs. Í samtölum og samstarfi okkar hjá brandr við hin ýmis fyrirtæki á Íslandi og utan landsteinanna ber ítrekað á góma sama umræðuefnið: Hvernig geta fyrirtæki laðað að og haldið betur í mannauð? Við hjá brandr trúum því að ein af lausnunum við þessu vandamáli sé að nýta vörumerki og þær þekktu aðferðir sem til eru við stjórnun þeirra. Með því að sameina fræðilega þekkingu og praktískar aðferðir úr heimi mannauðsstjórnunar annars vegar og vörumerkjastjórnunar hins vegar, teljum við að hægt sé að ná markvissum árangri í því að styrkja vinnustaði sem vörumerki. 

Til þess að ræða málefnið til hlítar höldum við stafrænan leiðtogafund þann 8. nóvember, og þér er boðið! Dr. Þorlákur Karlsson, rannsóknarsérfræðingur brandr, mun halda framsögu um mikilvægi þess að samþætta mælingar á mannauði og vörumerkjum. Því næst munu Davíð Símonarson, framkvæmdastjóri Smitten og Anna Signý Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Kolibri kynna fyrir okkur hvernig vörumerkin þeirra spila hlutverk í mannauðsstefnu fyrirtækjanna. Að lokum mun Dr. Friðrik Larsen, stofnandi brandr, stýra pallborðsumræðum þar sem að Geirlaug Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs bætist við í hóp fyrrnefndra þátttakenda.  

Þátttakendur leiðtogafundarins eru: 
Dr. Þorlákur Karlsson, rannsóknarsérfræðingur brandr.
Davíð Örn Símonarson, stofnandi og framkvæmdastjóri Smitten.
Anna Signý Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Kolibri.
Geirlaug Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs

Dr. Friðrik Larsen, stofnandi brandr mun stýra fundinum.

Fundurinn fer fram rafrænt í beinu streymi á vefsíðu brandr. Þú getur horft á viðburðinn með því að fylla út formið.

Aðgangur er ókeypis.

Skráðu þig hér!

ATHUGA: Ef þú varst nú þegar skráð/ur á leiðtogafundinn ert þú með allar upplýsingar í tölvupósti. Leitið eftir sendingu frá hallo@brandr.is.
Varist að póstur gæti ratað í spam eða promotion.