fbpx

Kynnumst BÍV24

Hér að neðan getur þú kynnst betur þeim framúrskarandi vörumerkjum sem eru tilnefnd til Bestu íslensku vörumerkjanna fyrir árið 2024.

Tilnefnd vörumerki

Fyrirtækjamarkaður

Við viljum að fólk og fyrirtæki hugsi um Alfreð sem uppsprettu tækifæra; frábæra leið til að finna laus störf og auglýsa eftir starfsfólki.

Á Alfreð sést hvaða tækifæri eru í boði og við hjálpum fólki að grípa þessi tækifæri á einfaldan og þægilegan hátt. Þjónustan er ókeypis fyrir atvinnuleitendur sem skýrir að hluta fádæma vinsældir Alfreðs meðal almennings. 

Fyrirtæki landsins eru meðvituð um að að auglýsing á Alfreð nær til fjöldans, hvort sem um er að ræða laus störf eða nýtt og spennandi námskeið.

Alfreð er sérdeilis hagkvæmur auglýsingamiðill. Einföld og sanngjörn verðskrá ásamt fjölda notenda gera valið einfalt. Notendur með Alfreð á vaktinni fá skilaboð um leið og hentugt starf stendur til boða. 

Innifalið í verði auglýsinga er aðgangur að ráðningarkerfi sem jafnframt eykur virði hverrar auglýsingar sem greitt er fyrir í á smell, m.ö.o. fyrir þá athygli sem starfið fær.

Með þessu móti hefur Alfreð áunnið sér sess í vitund landsmanna sem hjálpfús þjónn atvinnulífsins. Og þannig viljum við að fólk haldi áfram að hugsa um vörumerkið okkar. 

Hagkvæmni, einfaldleiki, sköpunargleði og traust; þessi fjögur hugtök eru mjög lýsandi fyrir Alfreð og gegna ríku hlutverki hjá fyrirtækinu. Þetta eru gildin okkar.

Gildi Alfreðs eru meira en orð á blaði, þau eru okkar þarfasti þjónn. Enda þykir okkur best að skammstafa þau sem HEST og við tökum þau til kostanna á hverjum degi. 

Alfreð er nefndur í höfuðið á einkaþjóni Batmans, Alfred Pennyworth, og með því fylgja mikilvægir eiginleikar sem fyrirtækið okkar er þekkt fyrir. Alfreð er hjálpfús og úrræðagóður á ávallt til staðar sem þarfasti þjónn atvinnulífsins.

En þegar öllu er á botninn hvolft má segja að vöruheitið sjálft sé hlaðið merkingu. Það er gjarnan notað eins og samheiti fyrir atvinnuleit í íslensku nútímamáli. Að kíkja inn á Alfreð má skilja sem svo að ætlunin sé að litast um eftir starfi. 

Í þeim skilningi er Alfreð íslenskt hugtak sem á sér helst hliðstæðu í ensku máli, t.d. vörumerkjum á borð við Xerox, Hoover og Google. Og þegar vörumerkið verður besta lýsingin á sjálfu sér er erfitt að finna hugtök sem lýsa því betur.

Árið 2024 var ekki undantekning hjá Alfreð hvað varðar áhrif á samfélag og umhverfi. Við höfum á nokkrum árum gjörbreytt markaðnum fyrir atvinnuauglýsingar. Þær hafa að mestu færst af pappír á stafrænt form sem skilar sér í meiri hagkvæmni, aukinni skilvirkni og minni sóun.

Við spörum notendum okkar kolefnissporin með því að bjóða upp á vídeóviðtöl og rafrænar undirskriftir en áhrif Alfreðs eru þó mest á samfélagið sjálft.

Alfreð býður fólki að skrá sig ókeypis og grípa tækifærin, óháð aðstæðum, uppruna eða áskrift að fjölmiðli. Það er verðmætt fyrir samfélagið að allir hafi aðgang að sömu tækifærum. Og á Alfreð sjáum við valkostina á einum stað.

Við brennum fyrir að auka mannauð samfélagsins og hjálpa þeim sem vilja vera með í atvinnulífinu. Á árinu höfum við fundað með hagsmunaaðilum um sveigjanlegri valkosti á vinnumarkaði, m.a. með fjölgun hlutastarfa. 

Alfreð mun hér eftir sem hingað til beita sér fyrir því að sem flest okkar fái notið þeirra lífsgæða að hafa vinnu og þar með stuðla að sjálfbærni, inngildingu og jafnræði í samfélaginu.

Við kláruðum endurmörkunarverkefnið okkar og rúlluðum út nýju nafni og nýrri ásýnd félagsins sem áður hét Reginn en heitir nú Heimar.  Verkefnið var gífurlega skemmtilegt og ekki síður mikilvægt fyrir félagið og starfsfólk þess en endurmörkun er meira en bara nýtt nafn og nýtt logo – hún snýst um stefnumótun, rannsóknir, greiningar og að skapa nýjan grundvöll fyrir framtíðina.

Verkefnið byrjaði árið 2022 með markaðsrannsóknum, vinnustofum og samtölum við viðskiptavini, starfsfólk og stjórnendur sem gaf þá sýn að starfsfólk og stjórnendur vissu nákvæmlega fyrir hvað við stöndum, hver við erum og hvert við erum að stefna en við sáum líka að viðskiptavinir og hagaðilar vissu ekki það sem við vissum. Það var því bil á milli sjálfsmyndar okkar og upplifunar viðskiptavina og markaðarins. Mælingar sýndu að viðskiptavinir eru heilt yfir ánægðir með þjónustuna og bera traust til vörumerkisins en Reginn var hins vegar undir meðallagi í mælingum á ímynd og samfélagslegri ábyrgð og var talið hafa litla sérstöðu og aðgreiningu á markaði – og því vildum við breyta.

Okkur fannst tímabært að skilja okkur með afgerandi hætti frá samkeppninni, með ferskri ásýnd, nýju heiti og ímynd sem er í takt við þann góða anda og framkvæmdagleði sem ríkir hjá fyrirtækinu.

Heimar er rammíslenskt og eftirminnilegt nafn sem nær vel utan um starfsemi vörumerkisins og framtíðarsýn. Nafninu er ætlað að styðja við stefnu félagsins sem felur í sér að búa til eftirsótta borgarkjarna í samræmi við aukna umhverfisvitund, breyttar samgöngur, sjálfbærni og ný viðhorf en í dag eru 65% af fermetrum félagsins innan skilgreindra kjarnasvæða og leigutekjur af kjarnasvæðum um 70% af heildarleigutekjum.

Snjallsorp er snjallt sorpflokkunarkerfi sem við hönnuðum ásamt fleirum með aukna sjálfbærni, hagkvæmni og fjárhagslegan ávinning af flokkun í huga.

Snjallsorpstöðvarnar hjálpa viðskiptavinum okkar að ganga lengra í sorpflokkun og eiga það allar sameiginlegt að vigta sorp, skrá og flokka magn þess niður á leigutaka en hver og ein stöð er löguð að starfseminni á staðnum, umfangi sorps og skiptingu milli flokka. Upplýsingar hvers og eins leigutaka birtast síðan á þjónustuvef Heima og geta notendur þannig fengið ítarlegar upplýsingar um sína sorplosun og flokkun. Þetta gerir notendum meðal annars kleift að fylgjast með sorpflokkunarhlutfalli sínu og magni og bera saman árangur á milli mánaða og ára.

Lausnin hefur nú þegar sýnt fram á allt að 37% aukningu í sorpflokkun og fagna notendur þess gegnsæi og auðveldri notkun og margir hafa orð á því að í fyrsta sinn sé sorp spennandi og sveipað jákvæðu yfirbragði.

Snjallsorp er á Hafnartorgi, í Smáralind, Höfðatorgsturni og Egilshöll.

Félagið er stolt af þessari lausn en innleiðing snjallsorps er liður í grænni vegferð Heima sem m.a. felst í fræðslu til leigutaka um mikilvægi flokkunar. Töluverður hluti kolefnisspors félagsins kemur frá sorpi og er það félaginu því bæði ljúft og skylt að huga að lausnum og framþróun í þeim efnum.

Heimum er umhugað um samfélagið allt og um að stuðla að varðveislu og þróun íslenskrar tungu, enda teljum við að hún sé ein af grunnstoðum íslensks samfélags.

Í því skyni ákváðum við að leggja okkar af mörkum og fjárfesta í framtíð íslenskunnar með samfélagsverkefninu Orðheimar. Þetta verkefni er fyrsta skrefið í nýrri vegferð okkar þar sem við einsetjum okkur að auka málvitund og styrkja íslenskukunnáttu vítt og breitt um samfélagið. Orðheimar munu skoða fjölbreyttar aðgerðir sem miða að því að hvetja fólk á öllum aldri til að kunna að meta og nota tungumálið sitt á skapandi og uppbyggilegan hátt.

Styrktarsjóður Orðheima verður kynntur sérstaklega síðar á þessu ári þar sem áhugasömum gefst kostur á að sækja um fjárhagslegan styrk til að koma verðugum verkefnum á framfæri og styrkja íslenska tungu.

Með þessu sýnum við í verki að Heimar styðja samfélagið og íslenska tungu til frambúðar. Við trúum því að með sameiginlegu átaki getum við styrkt stoðir tungumálsins og menningararfsins okkar fyrir komandi kynslóðir.

Á árinu 2024 hefur Origo lagt mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni, sem endurspeglast í samstarfi okkar við Slysavarnafélagið Landsbjörg. Við gengum í hóp aðalstyrktaraðila Landsbjargar og erum afar stolt af því að fá að styðja við það göfuga starf sem félagið vinnur. Samstarfið, undir yfirskriftinni „Finnum leiðina: Samstarf okkar skapar öryggi“, leggur sérstaka áherslu á stuðning við Landsbjörgu í upplýsingatækni og netöryggismálum. Origo og Landsbjörg eiga það sameiginlegt að þurfa reglulega að leysa verkefni af ýmsum stærðum og gerðum, þar sem öryggi er alltaf í fyrirrúmi.

Til að heiðra samstarfið hefur Origo afhjúpað íslenskt neyðarskýli í höfuðstöðvum sínum í Borgartúni, sem tákn um viðbúnað og öryggisvitund. Fundarherbergi í höfuðstöðvum Origo hefur nú fengið nafnið Landsbjörg og hefur verið endurnýjað með nýju markaðsefni sem var unnið sérstaklega í tilefni af samstarfinu. Við fengum Landsbjörg með okkur í lið fyrir árlega fjallaáskorun starfsmanna Origo, sem er orðin fastur liður í menningu okkar. Í ár fórum við í göngu á Grænahrygg og fengum við til okkar aðila frá Landsbjörgu sem kynntu fyrir starfsmönnum mikilvæg öryggisatriði fyrir göngur og ferðalög á Íslandi. Samstarfið í heild sinni undirstrikar mikilvægi öryggis og samfélagslegrar ábyrgðar í okkar starfi.

Okkur þótti vænt um þær viðurkenningar sem við höfum fengið á árinu, en við vorum til að mynda valin samstarfsaðili ársins hjá Pedab en með þeirri viðurkenningu er Origo í hópi leiðandi upplýsingatæknifyrirtækja á bæði danska og íslenska markaðnum. Viðurkenningin styrkir okkar vegferð í stuðningi við viðskiptavini í þeirra uppbyggingu að öruggara upplýsingatækniumhverfi. Við erum einnig stolt af því að hafa verið valin Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2024. Þessi viðurkenning byggir á umfangsmikilli rannsókn VR sem metur viðhorf starfsfólks til ólíkra þátta starfsumhverfis og er þetta er fimmta árið sem við hljótum þennan titil, sem sýnir hversu vel okkur gengur að stuðla að jafnrétti, nýsköpun og velferð starfsfólks.

Auk þess hlaut Origo viðurkenningu Sjálfbærniássins 2024, þar sem fyrirtækið mældist hæst af upplýsingatæknifyrirtækjum. Sjálfbærniásinn metur viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja í sjálfbærnimálum og er hvati til að halda áfram að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið og hafa jákvæð áhrif á samfélagsþróun. Við höfum sett okkur fjórar megináherslur í sjálfbærnistefnu okkar: öryggi, nýsköpun, heilsa og jafnrétti. Með samhentu átaki samstarfsfólks okkar og samstarfsaðila náum við þessum markmiðum og höldum áfram að vera öðrum hvatning. Að lokum erum við afar stolt af tilnefningunni sem besta íslenska vörumerkið á fyrirtækjamarkaði 2024 hjá brandr.

Við trúum að „betri tækni bæti lífið“ og erum stöðugt að þróa lausnir með það markmiði að tryggja árangur viðskiptavina okkar. Við þróum og seljum lausnir sem eru búnar til af fólki – fyrir fólk. Sérþekking okkar gerir okkur kleift að þjónusta fjölbreyttan hóp viðskiptavini og snerta marga mismunandi þætti samfélagsins.
Gildin okkar eru skýr: Vinnum traust, breytum leiknum og þróum áfram.

Origo byggir á hugviti, reynslu og sérþekkingu starfsfólks. Reynsla okkar sýnir að við ávinnum okkur traust með sérþekkingu okkar og með því að hlusta á okkar viðskiptavini. Þessi djúpa tækniþekking, ásamt því að skapa virði fyrir viðskiptavininn, gerir það að verkum að við gerum okkur gildandi í samfélaginu.

Þetta, ásamt þekkingu á markaðnum, gefur okkur tækifæri til að búa til lausnir og þjónustu sem breyta leiknum – til góðs. Við erum stöðugt að þróa lausnir og þjónustu með það að markmiði að viðskiptavinir okkar skari fram úr. Við trúum að betri tækni breyti leiknum og skapi virði fyrir viðskiptavininn.

Góðar lausnir þarf stöðugt að þróa áfram til að þær séu fremstar á markaðnum og uppfylli þarfir viðskiptavina. Tæknin er hröð og til þess að hún verði sífellt betri þarf stöðugt að vera að þróa hana áfram – hratt en örugglega.

Tilnefnd vörumerki

Einstaklingsmarkaður (50+)

Bónus hefur sett sér skýra sjálfbærnistefnu, sem leggur megináherslu á umhverfi, mannauð og neytendur. Mikið er lagt upp úr mælingum og markvissum aðgerðum hjá Bónus. Á síðasta ári varð Bónus fyrsta íslenska matvöruverslanakeðjan til að birta upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda vegna framleiðslu og flutnings á þeirri matvöru og sérvöru sem seld er í verslunum félagsins. Þá er Bónus með virka aðgerðaráætlun sem miðar að því að draga úr umhverfisáhrifum félagsins, s.s. með kolsýruvæðingu kælikerfa, rafbílavæðingu, flokkunaraðgerðum og sjálfbærnisjónarmiðum í innkaupum. Góður árangur hefur náðst af framangreindu, en voru Bónus og systurfélög í Högum í 2-8. sæti af íslenskum fyrirtækjum í Sjálfbærnivísi PwC, sem leggur mat á gæði upplýsingagjafar og árangur í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda.

Þá er daglega unnið að því að draga úr matarsóun í verslunum, m.a. með framstillingu vara, dýnamískum afsláttum fyrir vörur sem nálgast síðasta söludag og stöðugu upplýsingaflæði um sölu til birgja. Þessar aðgerðir skiluðu 3,5% minnkun á lífrænum úrgangi milli 2022 og 2023 þrátt fyrir aukin umsvif. Bónus leggur auk þess mikla áherslu á mannauðsmál, þ.m.t. jafnrétti, fjölbreytni, starfsþróun, heilsu- og öryggismál. Hefur Bónus verið á meðal þeirra vinnustaða sem uppfylla skilyrði Moodup til að hljóta viðurkenninguna „Vinnustaður í fremstu röð“.

Tryggðu þér miða á viðburðinn!

Tilnefnd vörumerki

Einstaklingsmarkaður (-49)

Það er ansi margt sem stendur upp úr hjá Blush á árinu en árið hefur verið mjög skemmtilegt og viðburðaríkt. Áfram var lögð áhersla á öðruvísi og ögrandi markaðsmál, frumlega og fræðandi viðburði og skemmtileg samstörf. Við fórum í margar skemmtilegar herferðir á árinu. Í upphafi árs fórum við í herferðina Varúð sleipt! sem vakti mikla athygli en um var að ræða auglýsingaherferð samhliða útgáfu á nýrri sleipiefnalínu undir vörumerki Blush. Þá fórum við í einstaklega skemmtilegt samstarfsverkefni með Kólus þar sem við framleiddum hið eina sanna Eggjandi Egg, páskaegg með fullnægjandi innihaldi og málshætti að hætti Blush. Eggið kom í mjög takmörkuðu magni og rauk út dagana fyrir páska. Í tilefni af alþjóðlega rafrusaldeginum fórum við í herferðina Flokkun skiptir sköpum í samstarfi með SORPU þar sem við settum af stað átak í flokkun unaðstækja sem hafa lokið hlutverki sínu. Herferðin vakti mikla lukku en var jafnframt liður í umhverfisstefnu Blush þar sem markmið fyrirtækisins er að starfa á samfélagslega ábyrgan hátt fyrir samfélagið, viðskiptavini og umhverfið.

Það sem stóð hins vegar hvað helst upp úr á árinu var opnun Blush á Glerártorgi. Verslunin er önnur verslun Blush og sú fyrsta utan höfuðborgarsvæðisins. Um er að ræða 100 fm rými þar sem áhersla er lögð á að veita viðskiptavinum nákvæmlega sömu upplifun og boðið er upp á hjá Blush Dalveginum. Notalegt andrúmsloft, frábært vöruúrval og faglega þjónustu. Það  má sannarlega segja að Blush hafi tekist vel til með að búa til minni útgáfu af Ævintýraheim fullorðna fólksins á Akureyri. Verslunin hefur verið í stanslausum vexti frá fyrsta degi og íbúar á Norðurlandi tekið versluninni vel. Samhliða opnun Blush á Akureyri fórum við einnig að bjóða upp á fríar heimakynningar á svæðinu og hefur eftirspurnin verið vonum framar.

Það sem gerir vörumerkið Blush einstakt er að Blush hefur verið brautryðjandi í að breyta markaðnum og viðhorfum til kynlífstækja hér á landi ásamt því að vera fyrst kynlífstækjaverslana á Íslandi til að veita markvissa fræðslu um kynheilbrigði. Blush leggur mikið upp úr að hlusta á þarfir viðskiptavina, opna umræðuna og taka samtalið um kynlífstæki upp á hærra plan ásamt því að byggja undir heilbrigð viðhorf til kynlífs með áherslu á jafnrétti í kynlífi. 

Lögð er áhersla á að tala fyrir jafnrétti, veita fræðslu og styrki til góðra málefna, styðja við sjálfbæra framleiðsluhætti og taka þátt í samfélagsverkefnum. Frá stofnun hefur Blush verið brautryðjandi á íslenskum markaði þegar kemur að úrvali og fræðslu um heilbrigð viðmið í kynlífi. Það sem gerir vörumerkið Blush einnig einstakt er framleiðsla á eigin kynlífstækjum undir vörumerkinu Reset, ásamt því að framleiða vörur undir eigin vörumerki eins og sleipiefni, hreinsiefni og spil.

Blush er leiðandi í sölu kynlífstækja á Íslandi og er með yfirburða markaðshlutdeild. Styrkleikar Blush liggja í því hversu sterkt vörumerkið er en niðurstöður kannana hafa sýnt að mikil almenn þekking er á vörumerkinu meðal landsmanna. Lögð er áhersla á að veita viðskiptavinum faglega þjónustu þar sem virðing er borin fyrir fjölbreytileika fólks og ólíkum þörfum.

Blush leitar ávallt eftir því að fara öðruvísi og ögrandi leiðir til að nálgast markaðinn og eru samfélagsmiðlar kjarninn í samskiptum okkar við viðskiptavini. Blush hefur sterkan fylgjendahóp á samfélagsmiðlum og hefur náð góðum árangri í að byggja upp sterkt samfélag í kringum vörumerkið þar sem áhersla er lögð á fræðandi, áhugavert, skemmtilegt og eftirminnilegt efni. Blush var fyrst kynlífstækjaverslana á Íslandi til að nýta samfélagsmiðla í að veita markvissa fræðslu um kynheilbrigði. Í upphafi var það stofnandi Blush, Gerður Arinbjarnardóttir, sem tók það hlutverk að sér og skapaði það fyrirtækinu augljósa aðgreiningu strax í upphafi. Í kjölfarið varð umræða um kynlíf, kynlífstæki og kynheilbrigði töluvert opnari.

Við nýtum fjölbreytta miðla til að skapa fræðandi og skemmtilegt efni sem eflir traust og viðskiptatryggð. Vikulega bjóðum við fylgjendum okkar að taka þátt í því efni sem fer út á samfélagsmiðlum Blush þar sem fylgjendur senda inn sínar spurningar eða svör. Það að veita viðskiptavinum okkar þann möguleika að vera virkir þátttakendur í því efni sem fer út frá Blush styrkir tengslin sem um leið hefur ýtt undir verðmæt langtímasambönd. 

Í gegnum samfélagsmiðla fá viðskiptavinir einnig að skyggnast meira á bakvið tjöldin í starfsemi Blush t.d. með innliti á markaðsfundi, móttöku sendinga inn á lager, uppáhalds vörur starfsfólks og hvernig markaðsherferðir og auglýsingar eru settar upp. Þessi leið af efnissköpun gerir það auðveldara fyrir fylgjendur að tengjast vörumerkinu þar sem það gefur þeim persónulegri nálgun og um leið eykur það traust og trúverðugleika. Samhliða því skapar þetta jákvæða ímynd af Blush sem vinnustað sem um leið eykur virði vörumerkisins.

Hopp appið er leiðandi samgönguapp þar sem nýsköpun og tæknilausnir er grundvöllur vörumerkisins. Það er frelsi að hafa val um samgöngumáta þótt að frelsinu fylgi ábyrgð 🙂 

Hopp var stofnað af íslenskum frumkvöðlum sem forrituðu Hopp-appið frá grunni. App sem er notendavænt, einfalt og sérsniðið að þörfum notenda. Með tækninni okkar höfum við gert ferlið einfalt og skilvirkt: notendur geta leigt rafskútur, deilibíla eða pantað leigubíla á örfáum sekúndum og fylgst með ferðum sínum og kolefnisspori í rauntíma.

Á hverju ári bætum við lausnirnar okkar með því að hlusta á notendur og tökum gagnadrifnar ákvarðanir. Við höfum þróað sjálfvirkar kerfislausnir sem hámarka nýtingu bæði með það að markmiði að hugsa um notendann og umhverfið. Við höfum að öllu leiti verið án jarðefnaeldsneytis frá byrjun að undanskildum leigubílum þar sem leigubílar starfa sjálfstætt en Hopp er farveitan sem tengir saman bílstjóra og notendur. 

Í grunninn er Hopp meira en bara tækni því við sameinum nýsköpun, sjálfbærni og einfaldleika til að styrkja bæði vörumerkið okkar og samfélagið sem við þjónustum. Þetta hefur skilað sér í jákvæðu viðhorfi, trausti notenda og leiðandi stöðu á markaði.

Markmiðið er að notendur þurfi bara eitt app til að komast á milli staða og að því sögðu má segja að við séum bara rétt að byrja með úrval af fararmátum.

Árið 2024 höfum við hjá Hopp brugðist við áskorunum með því að innleiða nýjar lausnir sem einfalda og bæta upplifun notenda, á sama tíma og við styrkjum samkeppnisforskot okkar. Með því að þróa og forrita dag- og mánaðarpassa fyrir bæði rafskútur og deilibíla höfum við gert ferðalög hagkvæmari og aðgengilegri fyrir notendur, sem hefur leitt til aukinnar tryggðar við vörumerkið.

Við höfum einnig nýtt tæknina betur til að styrkja samband okkar við notendur, þar á meðal með innleiðingu fyrstu push notification skilaboða úr appinu. Þetta gerir okkur kleift að tala beint við notendur, koma á framfæri tilboðum, upplýsingum og nýjungum í rauntíma.

Auk þess höfum við styrkt stafræna markaðsstarfið okkar með strategískum herferðum sem hafa aukið sýnileika Hopp á miðlunum.

Það sem gefur Hopp þó mest forskot er einstakt aðgengi okkar þvert á fararmáta – rafskútur, deilibíla og leigubíla. Með því að sameina þessa þjónustu í einu appi höfum við skapað lausn sem ekki aðeins bætir ferðavenjur heldur einfaldar líf fólks, stuðlar að sjálfbærni og setur okkur í sérstöðu á markaði.

Árið 2024 unnum við hjá Hopp tvö mikilvæg samstarfsverkefni sem styrktu vörumerkið okkar og markmið okkar um samfélagsábyrgð ásamt því að hvetja til öryggis og forvarna á okkar hátt, 

Hoppandi álfur:

Styrktum álfasöluna á okkar hátt en álfurinn hjá SÁÁ var í ár Hoppandi á rafskútu. 

Í maí hófum við samstarf við SÁÁ og settum í appið okkar sérmerktar rafskútur þar sem startgjöldin runnu til styrktar samtökunum. Notendur gátu þannig stutt við góða starfsemi SÁÁ á nýskapandi hátt, en samtals söfnuðust 1.059.725 krónur sem fóru óskert til samtakanna. Með þessu vildum við ekki aðeins styðja SÁÁ heldur einnig ýta undir ábyrgan og vímuefnalausan akstur, sem samræmist gildum okkar hjá Hopp.

Nýsköpun og tækniþróun fyrir Sjónstöðina:

Annað mikilvægt verkefni var samstarfið við Sjónstöðina, þar sem við lögðum áherslu á umferðaröryggi og tillitsemi í samgöngum. Með yfirskriftinni „Sýnum tillit“ vöktum við athygli á þörfum sjón- og heyrnarskertra einstaklinga og hvöttum notendur til að leggja rafskútum á ábyrgan hátt með tilliti til umhverfisins. Samhliða söfnuðum við 866.985 krónum sem runnu í kaup á hjálmi með skynjunar boðum sem auðveldar öruggari ferðalög.

Þessi verkefni sýna hvernig við nýtum samstarf til að hafa jákvæð samfélagsleg áhrif, en þau styrkja einnig vörumerkið okkar sem ábyrgur og meðvitaður aðili í samgöngu geiranum.

Metta Sport hefur frá upphafi haft að markmiði að vera lifandi og sveigjanlegt lífstílsmerki þar sem mikil áhersla er lögð á stöðuga vöruþróun. Fyrirtækið vinnur markvisst með aðilum í íþróttaheiminum til að fá þeirra innsýn og álit í þeim tilgangi að bæta hönnun íþróttafatnaðar fyrirtækisins. Auk þess hefur Metta Sport hvatt viðskiptavini sína til að veita endurgjöf sem hefur reynst ómetanleg í að móta vörulínuna.

Á síðasta ári voru gerðar umtalsverðar breytingar á vöruúrvali Metta Sport sem að miklu leyti má rekja til óska og endurgjafar frá viðskiptavinum. Á næsta ári má búast við enn frekari nýjungum þar sem fyrirtækið hefur nú meðal annars ákveðið að framleiða lífstílsfatnaðinn sinn einnig í Portúgal til að mæta enn betur þörfum viðskiptavina sinna. Með því nýtir Metta Sport sér yfirburðaþekkingu Portúgala á textílvinnslu og hágæða bómullarefni þeirra.

Metta Sport áttar sig á því að traust og tryggð eru ekki sjálfsagðir hlutir og kappkostar því að bjóða upp á hágæða fatnað fjölbreytt úrval og sanngjarnt verð og veita góða og skilvirka þjónustu. Þetta samspil hefur reynst lykillinn að því að byggja sterkt samband við viðskiptavini.

Metta Sport telur ánægju viðskiptavina og jákvæða upplifum þeirra af vörum og þjónustu fyrirtækisins afar mikilvægan þátt í starfsemi þess.   Metta Sport leggur  því ríka áherslu á að hlusta á viðskiptavini sína og taka  ábendingar þeirra til greina við vöruþróun og útvíkkun vörulínu. 

Með nánum tengslum við viðskiptavini hefur Metta Sport náð að þróa vörur sem uppfylla óskir þeirra og þarfir og það hefur stuðlað að mikilli viðskiptatryggð. 

Frá upphafi var ljóst að Metta Sport væri að fara inn á markað þar sem ríkir hörð samkeppni við alþjóðlega íþróttavörurisa. Metta Sport gerði sér grein fyrir því að sem lítið íslenskt sprotafyrirtæki þyrfti fyrirtækið að leggja enn meira á sig  til að ná þeim árangri sem það stefndi að.  Á móti kemur að Metta Sport hefur dýrmæta innsýn í íslenskan markað sem erlend fyrirtæki hafa ekki.  

Kosturinn við að vera lítið fyrirtæki er auk þess getan og hæfnin til að bregðast hratt og örugglega við breytingum en þær eru mjög tíðar í tískuheiminum. Sem dæmi má nefna að Metta Sport getur hæglega með stuttum fyrirvara gert breytingar á fatnaði sínum hvort sem þær varða snið eða efni og með því móti verið  leiðandi í þróun og hönnun á nýjum vörum. Slíkar breytingar eru alla jafna mun tímafrekari og flóknari fyrir stór fyrirtæki.  

Tilnefnd vörumerki

Vörumerki vinnustaðar

Advania er leiðandi þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni sem setur fólk í fyrsta sæti (á ensku „The tech company with people at heart“).

Tæknin er sköpuð af fólki, fyrir fólk og hefur þjónusta Advania áhrif á alla þætti daglegs lífs. Sérstaða Advania felst í því að starfsemin er byggð á því að skilja fólk, bæði til að geta mætt ólíkum þörfum okkar starfsfólks sem og að geta mætt þörfum viðskiptavina. Enda er það í gegnum starfsfólkið sem við veitum góða þjónustu.

Vörumerki vinnustaðarins felst í þeirri menningu og umgjörð sem við sköpum á vinnustaðnum. Við leggjum markvissa vinnu í að móta og viðhalda menningu sem einkennist af inngildingu, góðum samskiptum og þjónustulund. Við viljum hlusta á þá breiðu flóru fólks sem hjá okkur starfar og leggjum okkur fram við að mæta þörfum þeirra. Þannig bjóðum við okkar fólki ríkan sveigjanleika í vinnutíma og fjarvinnu sem og svigrúm til að nálgast verkefnin á ólíkan máta. Við sýnum starfsfólki okkar traust og veitum því stuðning til ákvarðanatöku. Rík áhersla er lögð á að byggja upp traust og sálrænt öryggi á vinnustaðnum sem forsenda fyrir því að allt okkar starfsfólk upplifi sig metið að verðleikum.

Nýjungar í stuðningi við verðandi og nýbakaða foreldra voru innleiddar til að auðvelda foreldrum að samræma vinnu og fjölskyldulíf, stuðla að betri líðan og jafnvægi í daglegu lífi og auðvelda endurkomu til vinnu. Að auki var mánaðarlegt Krílakaffi kynnt til sögunnar en þar býðst starfsfólki í fæðingarorlofi að koma í höfuðstöðvar okkar með krílin sín, eiga notalega samverustund og styrkja tengslin.

Á undanförnum árum hefur miklum árangri verið náð í að jafna kynjaskiptingu innan vinnustaðarins. Á þessu ári var tekið stórt þroskaskref í jafnréttisvegferðinni þegar jafnréttismálin voru gerð að rauðum þræði í allri okkar starfsemi með áherslu á að skapa inngildandi vinnustaðarmenningu – fremur en að vera ákveðin lína umbótaverkefna.

Samskipti eru grundvöllur öflugrar og inngildandi menningar og hefur Advania innleitt víðtæka stjórnendaþjálfun sem snýr að því að bæta færni stjórnenda í samskiptum, virkri hlustun og endurgjöf.

Á vormánuðum var einnig haldin hátíðleg Hrósvika þar sem markmiðið var að minna á mikilvægi góðra hrósa og áhrif þeirra á menningu vinnustaðarins. Þetta var frábært tækifæri til þess að beina ljósi á styrkleika samstarfsfélaga, vel heppnuð verkefni og góðan árangur. Starfsfólk Advania er duglegt að hrósa allan ársins hring en það var sérstaklega gaman að varpa ljósi á það hvernig hvert hrós getur dimmu í dagsljós breytt.

Advania hefur lagt mikla áherslu á sjálfbærni á síðastliðnum árum. Áherslan á síðasta ári var tvíþætt að mestu leyti:

  1. Hluti af lausninni, hvernig tæknilausnirnar okkar hjálpa viðskiptavinum að ná meiri árangri í sjálfbærni, þar má t.d. nefna Kolku bókhaldslausnina sem við höfum þróað til að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda út frá rafrænum reikningum. Kolka gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um umhverfisáhrif sín á skilvirkan og áreiðanlegan hátt.
  2. Framhaldslíf búnaðar, Advania samstæðan stendur í miklum fjárfestingum að byggja Draumahús Advania í Svíþjóð sem mun taka á móti notuðum tölvubúnaði og koma í framhaldslíf. Þetta er áhersla sem Advania á Íslandi er einnig búið að taka til sín og við aðstoðum nú viðskiptavini við að koma búnaði í framhaldslíf í gegnum öfluga samstarfsaðila. Þannig hámörkum við nýtingu á tölvubúnaði og tryggjum að búnaður fari rétta leið til endurnýtingar eða endurvinnslu í lok hefðbundins líftíma.

Á árinu 2024 voru unnin fjölmörg stór verkefni sem flest hafa þann tilgang að virkja kraftinn í okkar frábæra starfsmannahópi.

Hönnunarhraðall
Við keyrðum Hönnunarhraðal 2.0 á árinu og var þemað Viðskiptavinurinn og þjónustuviðmiðin okkar. Hönnunarhraðall er viðburður sem þátttakendur takast á við vandamál og reyna að leysa það fyrir viðskiptavininn á sem skemmstum tíma. Tilgangurinn er að kynnast nýjum vinnuaðferðum, breyta hugsunarhætti, auka samvinnu og þróa menningu. Við leggjum mikið upp úr stemningu, gleði, sköpun og að ögra eldri hugsunarhætti. Öllu starfsfólki er velkomið að koma með hugmynd að verkefni, hvort sem það sækir um þátttöku í hraðlinum eða ekki. Starfsfólk er gríðarlega ánægt með hönnunarhraðalinn og höfum við nú þegar séð nokkrar hugmyndir hönnunarhraðalsins verða að veruleika.

Mentorverkefni
Mentorverkefnið er ætlað starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á að efla sig í lífi og starfi, læra af öðrum og stíga út fyrir þægindarammann. Leiðbeinendur eru reynslumiklir stjórnendur og sérfræðingar úr samstæðunni sem eiga það sameiginlegt að búa yfir mikilli sérþekkingu á sínu sviði. Hver leiðbeinandi er paraður saman með einum nemanda, með það fyrir augum að báðir aðilar hafi gagn og gaman af sambandinu. Verkefnið virkar þvert á deildir og leiðir saman ólíklegasta fólk með skemmtilegum árangri. Á árinu voru 26 nemendur valdir úr hópi umsækjenda en mikil eftirspurn er eftir að komast inn í verkefnið meðal starfsfólks.

Arion á samfélagsmiðlum
Arion fór af fítónskrafti inn á samfélagsmiðla á árinu með góðri hjálp frá starfsfólki. Hlutverk Arion á samfélagsmiðlum er fyrst og fremst að fræða fólk á léttan og skemmtilegan hátt um fjármál, gleðja fólk og hafa gaman. Starfsfólk okkar stóð sig með eindæmum vel í efnisgerð fyrir samfélagsmiðla, raunar svo vel að við ákváðum einnig að nýta starfsfólk í auglýsingar á vegum bankans. Fylgjendum Arion banka á samfélagsmiðlum hefur fjölgað mikið á árinu, þökk sé okkar frábæra starfsfólki sem eru sendiherrar okkar á samfélagsmiðlum.

Konur fjárfestum
Í dag er ekki jafnræði á fjármálamarkaði þegar kemur að sparnaði, lífeyriseign eða þátttöku á fjármálamarkaði. Því fórum við í Arion banka af stað með átaksverkefnið Konur fjárfestum. Með verkefninu viljum við leggja okkar af mörkum til að jafna þátttöku allra kynja á fjármálamarkaði. Um 4000 konur hafa mætt á Konur fjárfestum viðburði sem eru orðnir 45 talsins. Á viðburðunum halda konur úr röðum Arion samstæðunnar erindi um hin ýmsu málefni, s.s. stofnun fyrirtækja, tryggingar, lífeyrismál og fjárfestingar. Við erum ótrúlega ánægð með þær miklu undirtektir sem verkefnið hefur fengið og erum mjög stolt af þeim flottu konum sem hafa staðið fyrir þessu mikilvæga samfélagslega verkefni.

Arion banki er eftirsóknarverður vinnustaður fyrir fólk á öllum aldri. Við höfum það markmið að laða að og halda í framúrskarandi starfsfólk og efla það í faglegum og persónulegum vexti. Við bjóðum nútímalegt og sveigjanlegt starfsumhverfi, framúrskarandi mötuneyti og aðbúnað til fyrirmyndar. Arion er jafnréttissinnaður vinnustaður sem býður samkeppnishæf kjör og góð hlunnindi fyrir starfsfólk. Við leggjum ríka áherslu á fræðslu og starfsþróun og viljum virkja kraftinn í öllu okkar starfsfólki.

Við leggjum áherslu á að skapa heilsueflandi umhverfi og leggjum mikið upp úr því að skapa fjölskylduvænt starfsumhverfi. Við tryggjum starfsfólki okkar 80% laun í fæðingarorlofi og erum að vinna að því að opna daggæslu fyrir starfsfólk til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar.

Við bjóðum framúrskarandi háskólanemum upp á 18 mánaða útskriftarprógram þar sem þátttakendur fá að kynnast fjölbreyttum störfum innan Arion samstæðunnar. Þátttakendur flytjast milli starfa á nokkurra mánaða tímabili og fá þannig að vaxa og þróast í takt við sitt áhugasvið. Markmiðið er að skapa vegferil fyrir sérfræðinga og leiðtoga framtíðarinnar og laða að framúrskarandi aðila.

Við hlustum á fólkið okkar og leggjum mikinn metnað í að viðhalda starfsánægju. Starfsfólkinu okkar líður vel, er ánægt í starfi og mælir með vinnustaðnum við vini og fjölskyldu.

Tryggðu þér miða á viðburðinn!