Við teljum að við höfum skapað sterka ímynd Krónunnar byggða á nokkrum lykileiginleikum og aðgreiningarþáttum. Krónan er leiðandi lágvöruverðsverslun sem leggur mikla áherslu á lágt vöruverð, ferskleika, gæði og að uppfylla þarfir viðskiptavina.
Við erum með fjölbreytt vöruúrval þar sem við mætum þörfum neytenda, og sérstaklega minni hópa eins og þeirra sem kjósa lífrænt, vegan eða glútenlaust. Áhersla síðasta árs hefur verið að bæta aðgengi landsbyggðarinnar að fjölbreyttu vöruúrvali, veita góða þjónustu og lágt verð óháð staðsetningu.
Umhverfisvæn nálgun er stór hluti af stefnu Krónunnar, þar sem unnið er að því að minnka umhverfisáhrif með sjálfbærum lausnum, svo sem umhverfisvænum umbúðum eða flokkun.
Á síðustu árum höfum við breytt nálgun í mörkun, markaðssetningu, upplifun í verslunum og lagt gríðarlega áherslu á samfélagslega ábyrgð, umhverfismál, lýðheilsu og þægindi. Við höfum verið óhrædd við að fara okkar eigin leiðir, t.d. í stafrænni þróun með innleiðingu tækni eins og Krónuappinu, Skannað og skundað, Heillakörfunni og Snjallverslun, allt til að auðvelda líf viðskiptavina okkar og bæta upplifun þeirra.