Skráðu þig á póstlista!
brandr vörumerkjastofa
kt. 540606-0210
Borgartún 25, 105 Reykjavík
Ísland
(+354) 787-7007
hallo@brandr.is
Persónuverndaryfirlýsing
Viðhorfahópur brandr
Sláturfélag Suðurlands leitaði til brandr til að framkvæma rýni á vörumerki 1944. Við þá vinnu komu í ljós áskoranir sem blöstu við vörumerkinu. Í kjölfarið hóf brandr yfirgripsmikla ytri rýni á vörumerki 1944 sem varð grunnur að yfirhalningu umbúða allra réttanna sem og uppfærslu á vörumerkinu sjálfu. Með breytingunni átti að halda í þá kosti sem ímynd heimilismatar hefur en að bæta því við hve fjölbreyttur heimilismatur nútíma Íslendingsins er. Þægindi, einfaldleiki, næringarríkt og fjölbreytni eru þau grunngildi 1944 sem voru skilgreind í stefnumótunarhluta verkefnisins og vöru þau höfð að leiðarljósi við uppfærslu vörumerkisins. Hér að neðan má sjá þá vinnu sem fram fór og útkomu hennar:
1944 er fyrir upptekið fólk sem vill holla, heita og fljótlega máltíð í annríki dagsins. Með fjölbreyttu úrvali bæði nýstárlegra og hefðbundinna rétta finna allir eitthvað við sitt hæfi til að gera 1944 að hluta af góðum degi.
„Litróf einfaldra rétta sem auðga lífið“
Ný ásýnd 1944 var unnin af starfsfólki brandr m.a. til þess að skýra línur þess í hugum neytenda. Breidd í vöruframboði 1944 var nýtt til þess að ýta undir fjölbreytileika og opna á möguleika allra Íslendinga að spegla sig í vörumerkinu.
Tvær megin línur má finna í nýrri ásýnd vörumerkisins, annars vegar hefðbundnir réttir og hins vegar nýstárlegir réttir. Nýstárlegu réttunum er gefið aukið líf með litaflóru sem aðskilur þá frá hefðbundnu réttunum.
„Samstarf SS og Friðriks Larsen á sér langa sögu og hófst fyrir mörgum árum með ráðgjöf við stefnumótunarvinnu og stjórnendafundi SS sem mikil ánægja var með.
Þegar Friðrik stofnaði brandr sáum við þar fagmennsku í vörumerkja- og markaðsmálum sem við töldum mikilvæga fyrir SS.
Undanfarin 7-8 ár eða svo hefur brandr séð um viðhorfskannanir og rýnihópa til að meta stöðu lykilvörumerkja SS þ.e. SS vörumerkið og 1944 vörumerkið.
Byggt á þessum niðurstöðum og ráðleggingum brandr höfum við uppfært vörumerkjastefnu okkar fyrir þessi merki og eftir atvikum umbúðir.
Í nýjustu könnun brandr á 1944 vörumerkinu komu fram ábendingar sem við töldum mikilvægt að bregðast við. Bæði að umbúðirnar þóttu ekki nútímalegar og svo hitt að fólk var ekki að skilja slagorðið „Fyrir sjálfstæða Íslendinga“ sem segir etv. eitthvað um áhuga fólks á sögukennslu því auðvitað erum við öll hluti af sjálfstæðri þjóð og því sjálfstæðir Íslendingar. Þó ekki hefði verið beðið um það í upphafi þá lagði brandr fram hugmyndir að uppfærslu á 1944 vörumerkinu og uppsetningu á vörulínunni.
Tillögurnar voru að okkar mati frábærar og varð úr að brandr tók að sér hönnun á nýju útliti fyrir alla vörulínuna. Í verslunum má nú sjá að mjög vel hefur til tekist.
Þetta er reynsla okkar af samstarfi með brandr.
Vona samt að hún leiði ekki til þess að keppinautar okkar fari að vinna með brandr því þá væri betur heima setið.“
Steinþór Skúlason, forstjóri SS.
brandr vörumerkjastofa
kt. 540606-0210
Borgartún 25, 105 Reykjavík
Persónuverndaryfirlýsing
Viðhorfahópur brandr
© 2024 brandr vörumerkjastofa
brandr vörumerkjastofa
kt. 540606-0210
Borgartún 25, 105 Reykjavík
Ísland
(+354) 787-7007
hallo@brandr.is
Persónuverndaryfirlýsing
Viðhorfahópur brandr
brandr vörumerkjastofa
kt. 540606-0210
Borgartún 25, 105 Reykjavík
(+354) 787-7007
hallo@brandr.is
Persónuverndaryfirlýsing
Viðhorfahópur brandr