Stjórnendur Nýherja og dóturfélaganna Applicon og TM Software leituðu til brandr í upphafi vegna nýrrar stefnumótunarvinnu og vildu skoða hvað hægt væri að gera fyrir vörumerkin til framtíðar, meðal annars að vinna nýtt nafn á fyrirtækin.

Vinnan hófst með opna bók ekkert endanlega ákveðið og því allir möguleikar opnir.

Fyrsti fasinn var innanhúss vinna til að skilja betur sögu og framtíðarsýn félaganna. Einnig til að komast að því hvernig starfsfólk yrði sem ánægðast með mögulegt framhald, reyna að sýna fólki afhverju breytingarnar væru að eiga sér stað en brandr lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að vinna þetta verkefni með starfsfólki og leyfa því að taka virkan þátt í ferlinu. Að lokum var ákveðið að sameina Nýherja og dótturfélögin Applicon og TM Software undir nafnið Origo og var strax mikil sátt í kringum það meðal starfsmanna.

Vinnan hefur skilað Origo frábærum árangri og mælist ímynd þeirra núna umtalsvert hærri en fyrir breytingar.

Verkþættir

Vörumerkjarýni

  • Vitund
  • brandr vísitala
  • Rýnihópar
  • Djúpviðtöl
  • Markaðsgreining
  • Greining gagna
  • Vettvangsferðir
  • Stefnuskjal

Hönnun

  • Skrifrænt auðkenniskerfi
  • Sjónrænt auðkenniskerfi
  • Vörumerkjahandbók

Innleiðing

  • Eftirlit með innleiðingu
  • Markviss rýni á birtu efni
  • Aðlögun á vörumerkjahandbók