fbpx

 

Reykjanesbær

Reykjanesbær hafði samband við brandr í leit að faglegri nálgun á kjarna staðfærslu vörumerkis síns, markmið vinnunnar með Reykjanesbæ var að leggja grunninn að ímyndaruppbyggingu bæjarfélagsins og markaðssókn.
Ráðgjarfar brandr framkvæmdu ítarlega rannsóknir, bæði eigindlegar og megindlegar, ásamt því að styðjast við fyrri rannsóknir við greiningu á vörumerki Reykjanesbæjar.
Einnig var framkvæmd samanburðargreining á markaðsefni og samfélagsmiðlanotkun Reykjanesbæjar og annarra bæjarfélaga af svipaðri stærð.

VERKÞÆTTIR:


Vörumerkjarýni

  • Vitund
  • brandr vísitala
  • Djúpviðtöl
  • Markaðsgreining
  • Greining gagna
  • Stefnuskjal


Ný ásýnd:

 
Í Reykjanesbæ setjum við rokk í allt sem við gerum – jafnt í meðbyr og þegar á móti blæs

Rokk stendur fyrir kraft, setja kassann út, vera stoltur, vera töffari og hefur tilvísun í að þora að vera öðruvísi, sýna metnað og gera vel. 

Reykjanesbær hefur eftir vinnu sína með brandr eignast stað í hugum fólks og náð að aðgreina sig frá samkeppninni, núna höfðar Reykjanesbær til ákveðins markhóps og byggir á styrkleikum sínum.