fbpx

Stjórnendur Haga leituðu til brandr í upphafi nýrrar stefnumótunarvinnu sem hófst í upphafi árs 2021 fyrir vörumerkin Hagkaup, Bónus og Olís. Markmið þeirrar vinnu var meðal annars að efla samband við viðskiptavini, skilja þá betur og hjálpa þeim að skilja betur starfsemi þessara vörumerkja. Mikilvægur hlekkur í þessu verkefni var m.a. að móta ásýnd og aðgreiningu vörumerkjanna þriggja sem var gert með vörumerkjarýni fyrir hvert vörumerki. Vörumerkjarýni er í grunninn stefnumótunarvinna, unnin af ráðgjöfum brandr ásamt starfsfólki hvers vörumerkis fyrir sig, sem varð að lokum grunnur að nýrri vörumerkjahandbók.

Vörumerkjahandbókin hefur nú verið nýtt við innleiðingu nýrrar ásýndar Olís sem meðal annars hentar betur fyrir þá stafrænu miðla sem nú eru við lýði. Vegna þess hve djúpar rætur Olís á í íslensku samfélagi þótti mikilvægt að halda vel í og skerpa betur á kjarna vörumerkisins í gegn um vörumerkjarýnina. Hér má sjá brot af þeirri vinnu sem brandr tók að sér í samstarfi við hina alþjóðlegu vörumerkjastofu Saffron Brand Consultants.

Verkþættir

Vörumerkjarýni

  • Vitund
  • brandr vísitala
  • Rýnihópar
  • Djúpviðtöl
  • Greining gagna
  • Vettvangsferðir
  • Stefnuskjal

Hönnun

  • Skrifrænt auðkenniskerfi
  • Sjónrænt auðkenniskerfi
  • Vörumerkjahandbók

Innleiðing

  • Eftirlit með innleiðingu
  • Markviss rýni á birtu efni
  • Aðlögun á vörumerkjahandbók

Vörumerkjastefna

„Vinur við veginn“

Ný ásýnd Olís

Ný ásýnd Olís var unnin í samstarfi við Saffron, samstarfsaðila brandr. Unnið var með ásýnd vörumerkis Olís til þess að skýra línur þess í hugum neytenda um að hægt sé að treysta á fjölbreytta og áreiðanlega þjónustu Olís. Hvort sem fylla þarf á tankinn, hvíld eða kaffi vill Olís vera hluti af ferðalaginu. Myndmerkið var parað við kraftmikið myndmál og mynstur sem unnin eru upp úr nafnmerki Olís.