fbpx

Tíu þættir sem hafa mest áhrif á meðmæli viðskiptavina

Hvað er það sem skilur að þau fyrirtæki sem skara fram úr á sínu sviði? Hvað er það sem gerir fyrirtæki langlíf og byggir upp langtíma viðskiptasamband við neytendur? Hvað er það sem skilur að þau fyrirtæki sem eru arðsöm og árangursrík, ár eftir ár, áratug eftir áratug? Svarið er jafn margslungið og spurningarnar, það er án vafa ekkert eitt svar sem er að öllu leyti fullnægjandi. Það er þó eitt svar sem kemst nálægt því, það er á sama tíma einfalt og flókið svar; Vörumerki.

Vörumerki eru í grunninn tvíþætt, annars vegar hafa þau aðalmerkingu sem þjónar þeim tilgangi að merkja tiltekið fyrirbæri í raunveruleikanum, hvort sem að það er með orði eða myndmáli eða hvoru tveggja. Hins vegar hafa vörumerki aukamerkingu sem á við þær tilfinningar sem þau vísa í eða þau hughrif sem þau vekja. Sú þýðing sem hér er notuð á orðinu „connotation“ í boði stofnun Árna Magnússonar, aukamerking, er villandi að því leyti að þessi hluti vörumerkja er alls ekkert aukaatriði. Tilfinningar, skoðanir og álit á vörumerkjum sem eru til staðar í hugum neytenda er það virði sem sker á milli. Þau fyrirtæki sem ná utan um huglægt vörumerkjavirði og stýra því í átt að því að vera einstakt, sterkt og jákvætt ná árangri.

brandr vísítalan mælir þær tengingar við vörumerki sem skipta mestu máli í huga hins almenna neytenda. Vísitalan samanstendur af fjórum víddum, aðgreiningu, markaðshlutun, ímynd & skynjun og sjálfbærni & umhverfi. Mælitækið byggir á rannsóknum síðustu 50 ára á huglægu vörumerkjavirði og skynjun neytenda á vörumerkjum. Vísitalan mælir styrk einstakra vörumerkja ásamt því að gefa samanburð við meðaltöl annarra vörumerkja sem hafa verið mæld.

Gagnasafn brandr er í örum vexti og gerir það okkur kleift að öðlast innsýn og skilning á því hvernig íslenskir neytendur skynja og meta íslensk vörumerki. Þessi hafsjór upplýsinga er afar verðmætur og langar okkur að deila með ykkur niðurstöðum á greiningu sem við gerðum á hluta gagnasafnsins, u.þ.b. 130 þúsund gangapunktum. Við skoðuðum hvað það er sem hefur mest áhrif á hvort viðskiptavinir séu tilbúnir að mæla með íslenskum vörumerkjum. Eftirfarandi þættir eru þeir sem vega mest og er þeim raðað eftir mikilvægi.

  1. Þjónusta sem höfðar til viðskiptavina
  2. Þjónustugæði
  3. Stolt viðskiptavina af tengslum við vörumerki
  4. Framboð á vörum og þjónustu sem höfða til viðskiptavina
  5. Að vörumerkið sé einstakt
  6. Að viðskiptavinum líki við nafnið
  7. Að vörumerkið höfði til viðskiptavina
  8. Að vörumerkið sé nútímalegt
  9. Að vörumerkið sé áhugavert
  10. Að vörumerkið sé traustverðugt

brandr vísitalan

Nánari upplýsingar

brandr vitund

brandr vörumerkjarýni