fbpx

Innri markaðssetning – Uppbygging vörumerkja hefst í menningu fyrirtækja

Í ráðgjafastarfi okkar hjá brandr fáum við innsýn í sjálfsmynd vörumerkja og fyrirtækjamenninguna sem kjarnar hana. Fyrirtækjamenning getur verið af ólíkum toga og vörumerkin líka en öll vörumerki sem njóta velgengni eiga þó ákveðna þætti í fyrirtækjamenningu sameiginlega. Á bak við vörumerki sem skapa einstaka aðgreiningu og upplifun eru alltaf stoltir starfsmenn sem hafa trú á og skilja stefnu vörumerkisins. Til þess að skapa slíkt umhverfi þurfa ákveðnir þættir að vera til staðar og ber þar fyrst að nefna að stefna vörumerkis sé skýr og haldist í hendur við rekstrarstefnu fyrirtækisins.

Starfsmenn sem ganga í takt við framtíðarsýn, hlutverk, tilgang og gildi fyrirtækis eru ekki einungis stoltari og ánægðari og skila jákvæðri ímynd út á við, heldur vinna þeir ötullega að vörumerkjauppbyggingu sem talsmenn vörumerkisins út á markaðinn (e. Brand ambassadors). 

En hvað þurfa vörumerki að hafa að bera til þess að eiga sterka talsmenn innan sinna raða sem taka þátt í uppbyggingu vörumerkja? Svarið er í raun einfalt, starfsmenn sem skilja og hafa trú á tilgangi vörumerkisins sem þeir vinna fyrir. Þeir laða að sér hæft starfsfólk til fyrirtækisins, sýna meiri hugmyndaauðgi og taka þannig þátt í þróun, þeir veita endurgjöf til annarra starfsmanna og stjórnenda ef þeir upplifa eitthvað sem þeir telja í ósamræmi við vörumerkjastefnuna. Þeir upplifa sig sem hluta af vörumerkinu og sjálfsmynd þeirra sem starfsmenn er línuleg við tilgang og gildi vörumerkisins og þeir skila þeirri upplifun til viðskiptavina.

Fyrirtæki sem búa að slíkri menningu eru oft á tíðum ómeðvituð um hvernig hún varð til og algengt að það sé talað um heppni í því samhengi og gefnar þær skýringar að fyrirtækið sé svo heppin með starfsfólkið sitt. Okkar sýn er þó sú að starfsfólkið sé að starfa með vörumerki sem er við góða heilsu og er einfaldlega gert kleift að vera góðir talsmenn með því að vera vel upplýstir. Innri markaðssetning spilar einnig mikilvægt hlutverk í þessu samhengi.

Það eru nefnilega undirstöður í heilbrigðri vörumerkjastefnu sem hægt er að mæla og mætti kalla heilsufarspróf fyrir vörumerki. Sjálfsmynd vörumerkis innan fyrirtækja segir t.d. til um hversu skýr og trúverðug vörumerkjastefnan er fyrir starfsfólki. Kjarninn í vörumerkjum er sannarlega hugrenningatengsl starfsfólks við vörumerkið og hvernig starfsmenn upplifa það og gildi þess. Ef það er gjá á milli vörumerkjastefnu og sýn starfmanna og starfsfólk upplifir ekki trú, stolt og tilgang vörumerkisins þá eru litlar líkur á að viðskiptavinir muni gera það.

Öflug vörumerkjastefna byrjar alltaf innan frá og svör starfsfólks við hagnýtum og sálfræðilegum spurningum í innri rýni leiðir í ljós ef sprungur eru í grunni stefnunnar. 

Upp í hugann kemur lína úr gömlum söngtexta. Á bjargi byggði hyggin maður hús….

Hér má fræðast um brandr Vitund greiningartólið sem við notum til að kanna sjálfsmynd fyrirtækja

brandr vísitalan

Nánari upplýsingar

brandr vitund

brandr vörumerkjarýni